Helgafell - 01.09.1944, Qupperneq 120
278
HELGAFELL
unni, æjá, lokið er því. En þó
merkilegt megi heita, það er annað of-
ar í huga hans en förgun hins góða
grips.
,,Hvað heldurðu, að ég hafi frétt,
Þóra ?“ spyr hann, þegar hann kem-
ur inn á gólfið, og svellur móður og
er mikið niðri fyrir, — en hann bíður
ekki eftir neinum ágizkunum og held-
ur áfram: ,,Nei, hvernig á almenni-
legt fólk að láta sér detta ósómann í
hug. Nú hafa þeir ákveðið að flytja
hana Pálu hingað í Bæinn. Hún á
sem sagt að erfa eftir okkur kuldann
og lekann hérna. En það veit ég hún
lifir ekki af næsta vetur, verði tíðin
ekki því betri. Og oddvitinn, sem hef-
ur afbragðs herbergi uppi á lofti hjá
sér, ónotað ! — Nei, þar er henni of
gott. Henni er víst allt of gott, utan
krókna á eign hreppsins”.
Það er þögn nokkur andartök, og
ranglæti veraldarinnar gengur spotzk-
um svip fyrir hugarsjónir gömlu hjón-
anna. — Unz húsbóndinn lætur enn
uppskátt, hvað honum býr í brjósti.
,,Ég veit það er rýmra hér og minni
ólykt, en það er kuldinn — kuldinn.
Gömlu fólki eru hlýindin fyrir mestu.
Bágt til þess að vita, ef við verðum
því valdandi, þó óbeinlínis sé, að Pála
gamla verði flutt úr öskunni í eld-
• t«
mn .
,,Þú meinar“, svarar húsmóðirin
hikandi, ,,að ef Bærinn væri ekki,
mundi hreppurinn sjá henni fyrir ein-
hverri skárri vistarveru ?“
Já, það er einmitt það, sem Pét-
ur Jónsson á við. Hann á við, að ef
Bærinn væri ekki, mundi herbergi
oddvitans kannski — — — Ja, Kof-
ann höfðu þeir að minnsta kosti dæmt
óhæfan. — Þau horfast lengi í augu,
þegjandi, og hin sama hugsun brenn-
ur í beggja sinni, og þau vita það
bæði. Hún hefur aðra höndina í pils-
vasanum, og allt í einu, eins og af til-
viljun, hringlar ofurlítið í eldspýtum.
— Spurnarglampinn, sem lýst hafði
úr augum henni, magnast enn. Hann
skín framan í hann eins og ljós, blind'
ar hann, og áður en hann veit af, hef-
ur hann hneigt höfuðið til samþykkis.
Pétur Jónsson hneigir höfuðið til sam-
þykkis, snýr sér hægt undan og geng-
ur út.
VI.
Klukkan er eitt eftir hádegi, og
skyndilega veitir fólkið í þorpinu því
eftirtekt, að Bærinn logar, — að það
er kviknað í annarri fasteign hrepps-
ins. Eldur ! Nú eru góð ráð dýr! Allir
á stað til að bjarga !
Það hefst kapphlaup suður götuna,
villt, ofstækisfullt, eins og viðgangur
kristindómsins sé undir því kominn
að verða fyrstur. Og hver og einn gríp-
ur með sér það, sem hendinni er næst,
skjólur, vaskaföt, krukkur, jafnvel
næturgögn, jafnvel naglbíti og snæri.
,,En brunaliðið?" spyr einhver á
hlaupunum, ,,hvar er brunaliðið?” —
Honum er bent á oddvitann, sem rétt
í þessari andrá geysist fram hjá með
stóreflis garðkönnu í annarri hendinni,
en kjötexi í hinni, og virðist í þann
veginn vera að sigra í kapphlaupinu.
Oddvitinn er sem sé brunaliðsstjóri á
staðnum, og er ekki annað að siá en
hann ræki embættið af dugnaði.
,,Ekki of nærri!“ greniar hann, þeg-
ar hann nálgast bálið. ,,Engan glanna-
skaD hér!“ Og hann snýr sér ógnandi
að fólkinu og lemur kiötexinni í garð-
könnuna, svo að emaleringin þyrlast
um hann allan, eins og stórhríð á vetri.
Nóg verður tjón hreppsins, þó ekki