Helgafell - 01.09.1944, Page 124
282
HELGAFELL
ÞorValdur Sk.úlason: ,,Síðan stigu þeir á hesta sína og riðu á fjall“. (126. kap.).
ar hverjar, og mikilli kunnáttu. Skinnbækurnar fornu eru fagrir hlutir, ó-
metanlegar minjar liðinnar hámenningar, og mikið yndi hefur það mátt
vera þeirrar tíðar mönnum að lesa kvæði og sögur á slíkar bækur, þar sem
augað fagnar línum og litum myndskrautsins um leið og hugurinn efni og
málfæri, en þannig eru myndabækur beztar. Og mér er nær að halda, að
hinir gömlu dráttlistarmenn eigi líka sinn þátt í geymd hins skrifaða orðs.
Þegar tímar liðu fram, og menn gerðust stirðlæsari á hið bundna munka-
letur, hætti ýmsum við að taka greinileg afrit fram yfir skinnbækurnar, og
var þeim þá voðinn vís, eins og kunnugt er. En til þess þurfti ótrúlega
ómenningu í myndsnauðu landi að nota jafn listilega bjóra og skreytt
handrit í skóbætur eða fatasnið.
íslendingar teiknuðu myndir í handrit sín langa tíð, og einnig nokkuð,
eftir að prentlistin barst hingað, en svo smádvín hin forna list, unz hún
slokknar til fulls á tímum fátæktar og einangrunar. Við skárum í tré, en
okkur lærðist aldrei að búa til tréskurðarmyndir í bækur, og þess
vegna er myndskraut prentaðra bóka íslenzkra um þriggja alda skeið und-
antekningarlítið, eða jafnvel undantekningarlaust, gert úti í löndum. Það
getur varla heitið, að myndir eftir íslenzka menn sjáist í bókum fyrr en á
þessari öld, og jafnvel eftir að við eignuðumst hámenntaða listamenn á ný,
er því undarlega lítið sinnt að nota hæfileika þeirra á þessu sviði. Þeir
Ásgrímur Jónsson og GuÓmundur Thorsteinsson gerðu þó báðir nokkrar
óviðjafnanlegar myndir úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, en þeir fengu aldrei