Helgafell - 01.09.1944, Side 138
296
HELGAFELL
má segja, að sauðfé í rétt sé ekki ó-
líkt fljótandi kristalli. Það getur hreyfzt
fram og aftur innan réttarinnar, en þar
eru því skorður settar, svo að í raun-
inni hefur hópurinn fasta gerð á vissan
hátt. Ætti fjárhópurinn hins vegar að
líkjast venjulegum kristalli, yrðu allar
sauðkindurnar að standa grafkyrrar með
jöfnum, ákveðnum millibilum. Vírusi
virðast sérlega gjarnt til að mynda fljót-
andi kristalla. Sé horft á fljótandi krist-
alla renna gegnum áhald, sem brýtur
ljósið með sérstökum hætti, stafar frá
þeim glampa. Lífefnafræðingar, er
fást við rannsóknir plöntuvírusa, hafa
gert þá tilraun sér til gamans að sleppa
gullfiski í vírusupplausn og horfa á
hann á sundi í vökvanum, gegnum
fyrrnefnt áhald. Þeir sáu, að fiskurinn
myndaði ljósrák á eftir sér, hvar sem
hann fór, og orsökin var að sjálfsögðu
röskunin, sem fiskurinn olli í bili á
fljótandi kristöllum vírusanna. Sumir
vírusar mynda einnig venjulega, harða
kristalla.
En ekki eru vírusarnir einir um að
mynda fljótandi kristalla. Hið sama
gera mörg eggjahvítuefni og raunar
ýmis önnur í líkömum dýra og jurta.
Vér vitum, að þráðlaga efniseindir og
fljótandi kristallar fyrirfinnast í lifandi
líkamsfrumum, og einmitt nú er unnið
ötullega að rannsóknum á þessu. Auk-
in þekking á þessum tegundum efnis-
einda leiðir til nokkurs skilnings á
þeim undursamlega hæfileika, sem
líkamsform dýra og jurta hafa til þess
að ákveða stefnu og samræmi í bygg-
ingu sinni. Hvernig þekkir t. d. eggið
í sundur endana á sér, hvor á að snúa
fram og hvor aftur á fóstrinu, sem úr
því skapast ? Egg ígulkersins er gagn-
sætt og allstórt og því vel fallið til at-
hugunar. Tökum það og ,,skiljum ,
þ. e. látum miðflóttaaflið orka a það,
sama kraftinn og togar í steinvölu 1
spotta, þegar maður sveiflar henni í
kringum sig. Þegar eggið er skilið,
greinist innihald þess í lög. Ýmis kon-
ar fita og smákorn raðast í lög, hvert
út af fyrir sig. Þó hefur þetla engin á-
hrif á framtíðarþróun eggsins. Eftir
stundarkorn skiptir það sér í smáfrum-
ur, er skipa sér á alveg sama hátt og
þær mundu hafa gert, þótt ekkert hefði
í skorizt. Það ,,þekkir“ að endana á sér
og lætur ekki rugla sig í ríminu, þótt
öllu hafi verið konrð á tjá og tundur
innan í því. Það er engu líkara en í
egginu sé einhvers konar ,,kristals-
virki“. Hins vegar er augljóst, að egg-
ið er ekki kristallað í venjulegum skiln-
ingi, úr því að það lætur undan átaki
eins og svampur. Aukin þekking á
fljótandi kristöllum er oss öllu öðru
nauðsynlegri til skilnings á hinni smá-
gerðu samsetningu og sveigjanlegu
stinnu lifandi líkama.
Margir þeirra eiginleika, sem vér
kynnumst af daglegri reynslu í líkams-
hlutum jurta og dýra. eiga rætur sín-
ar að rekja til þess, að efniseindir
þeirra eru þráðlaga. Svo er t. d. um
seiglu hárs og vöðva. Slíkar trefjar geta
dregizt saman og slaknað. Samdráttur
vöðva er í eðli s’ínu náskyldur því, er
flík hleypur. Föt og togleður eru gædd
óvirku fjaðurmagni, en vöðvar ,,virku“,
ef svo mætti að orði kveða, — og þang-
að verða raktar allar hreyfingar dýra
og manna.
Einu verður hér enn við að bæta.
Meðal ýmissa stórmerkra uppgötvana
á síðasta aldarfjórðungi er sú ekki sízt,
að frumeindir kolvetnis séu ekki allar
með sama hætti, heldur til nokkrar
mismunandi tegundir af þeim. Allar
hafa þær sömu eiginleika, nema hvað
þær eru dálítið misþungar. Sama er
að segja um sum önnur frumefni, svo
sem vetni og köfnunarefni. Hér skal
ekki út í þá sálma farið, hversu geysi-
mikilvæg þessi uppgötvun er á sviði
eðlisfræðinnar, en hins getið, sem nær
liggur, að hún hefur einnig orðið líf-
efnafræðingum að ómetanlegu liði.