Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 139
ALDAHVÖRF
297
Rafsjá, gerð af Ruska & Borries. í
Bandaríkjunum eru nú gerðar rafsjár
af handhægri stærð og tiltölulega ódýr-
ar.
Þeir nota þessi efni sem ,,sporefni“,
með því að frumeindir þeirra eru auð-
kennilegar og því má rekja slóð þeirra
í lifandi líkama, þegar þeim hefur ver-
ið greidd gata þangað. Með þessari að-
ferð hafa menn t. d. fundið, að auð-
kennilegar frumeindir fosfórs eða köfn-
unarefnis hafa að örfáum mínút-
um liðnum tekið sæti í sameindum
eggjahvítuefnanna í heila og vöðvum.
Þetta er næsta furðulegt, þar sem ætla
mætti, að byggingaform eggjahvítuefn-
anna, sem öðrum þræði eru fastar ein-
ingar í burðarkerfi líkamans og hafa
hins vegar varanlegu hlutverki að gegna
í hinu mikla skiptiborði taugakerfis-
ins, hefðu fulla festu til að bera í gerð
sinni. Þessi skjótu samskipti fara aft-
ur á móti ekki fram með hinum auð-
kennilegu frumeindum og ,,dauðum“
eggjahvítuefnum, sem unnin hafa ver-
ið úr lifandi líkama. Ástæðan hlýtur
því að vera sú, að frumeindir í lif-
andi líkama séu sí og æ að ,,skreppa
í skattinn“ úr sameindaverinu, þar
sem þær starfa, en aðrar frumeindir
taki við á meðan í þeirra stað. Þrátt
fyrir þessi þrotlausu vaktaskipti frum-
eindanna, helzt gerð líkamans óbreytt
með öllu. Þótt þessi samvinna fari
fram á lífssviði hinna smæstu eininga,
hlýtur hún óhjákvæmilega að minna
oss á viljabundið samstarf mennskra
einstaklinga, í þeim tilgangi að halda
við þegnfélagsformi á allmiklu hærra
skipulagsstigi.
Það, sem hér hefur verið sagt, leiðir
til nokkurra almennra niðurstaðna, að
mínu viti. Hin ævaforna aðgreining
forms og efnis er úr sögunni fyrir fullt
og allt, og samverkan skipulags og
orku komin f staðinn. Þetta er hvorki
meira né minna en bylting. En þó eru
ekki öll kurl enn komin til grafar.
Við athugun vora á gerð lifandi lík-
ama urðu fyrst fyrir frumagnir,' vetn-
iskjarnar og rafeindir, þá frumeindir
og síðan sameindir. Litlu ofar eru
smæstu lífagnirnar, þá einstakir frumu-
hlutar og frumurnar sjálfar. Síðan taka
við einstök líffæri og; líkamsheildin öll,
hvort sem um mann eða dýr er að
ræða. En hví skyldum vér nema stað-
ar þar ? Enn ofar tekur við sambýli
mannshuga og mannfélags, með hin-
um breytilegustu félagseiningum, allt
frá fjölskyldunni til mannkynsheildar-
innar. Lítum á ný yfir skipulagssvið