Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 142
300
HELGAFELL
máttur að hamla til lengdar. Or\a og
slýpulag hafa hvergi nærri lokiS sköp-
unarverki sínu ennþá.
ATHUGASEMD
Joseph Needham hefur fjallaS
um þau ólíku sjónarmiS eSlisfræSinga
og líffræSinga, sem hér er aS vikiS,
í einum kafla bókar sinnar „Time the
refreshing river“. C. H. Waddington
(höfundur næsta þáttar í Aldahvörf-
um) hefur látiS svo um mælt í sam-
bandi viS þá ritgerð: „Jafnframt því
sem þróunarkenningin boSar, aS í hin-
um lífræna heimi miði allt að æ fast-
ara skipulagi, virðist hita-aflfræðin
kenna, að smám saman dragi úr röð
og reglu innan heimsheildarinnar.
.... Þessi þversögn hefur þvælzt fyrir
í vísindum nútímans mestan hlutann,
sem af er þessari öld. . . Needham fær-
ir rök að því, aS hér sé alls ekki um
neina þversögn að ræða: Þegar eðlis-
fræðingar haldi því fram, að heimur-
inn sé á hnignunarskeiði, sökum vax-
andi ,,óreglu“ á veraldarrásinni, eigi
þeir í rauninni ekki við röskun á því
skipulagi, sem þróunarkenningin telur,
að stöðugt verði fullkomnara. ,,Óregla“
sú, sem um ræðir í hita-aflfræðinni,
sé að vísu ruglingur, frá sjónarmiði
þeirrar vísindagreinar, en engin ástæða
til að véfengja, að sá ruglingur eigi
sér ákveðin lögmál. Efvérsundurliðum
sönglag á þann hátt að leika fyrst öll
A-in, því næst öll A-is-in, síðan öll
B-in, C-in o. s. frv., mundi slíkt vera
geysihagleg tónskipan á mælikvarða
eðlisfræðinga, en leikum vér hinsvegar
tónana eins og þeim er fyrir komið í
laginu sjálfu, væri þeim stórum ,,rugl-
að“ frá sama sjónarmiði. Frá bæjar-
dyrum líffræðinnar séð, er sönglagið
skipulögð röðun tóna, með þeim hætti,
að þeir verða í senn ,,ruglingslegri“ og
reglubundnari en þegar hin aðferðin
er við höfð. Vaxandi skipulag á hinu
lífræna sviði er því ekki ósamrýman-
legt kenningum hita-aflfræSinnar um
rénandi reglu í heimsrásinni“.
Björn SigurÖsson og Magnús Ásgeirsson
íslenzkuðu