Helgafell - 01.09.1944, Page 143
í DAG OG Á MORGUN
■'i
G R E I N A R O G G R E I N A K J A R N A R
ÍSLAND ERLENDIS
ÍSLENZKAR RADDIR FRÁ NORÐURLÖNDUM
Höfum við ráð á að vera án þeirra?
Frami íslenzkra menntamanna hefur verið
mikill í Svíþjóð á síðustu tveimur árurn. Einn
hefur orðið doktor í læknisfræði, tveir í nátt-
úruvísindum. Það kunnugt um báða þessa
náttúrufræðinga, Áskel Löve og Sigurð Þór-
arinsson, að þeir cru eldheitir áhugamenn,
annar óðfús að æxla ýmislegan nýjan og merki-
legan gróður úr jörðinni heima, hinn þrunginn
forvitni að afhjúpa þá leyndardóma sem landið
býr yfir um sögu sína og þess mannfólks sem
það hefur byggt. Eins og báðir eru sólgnir í
viðfangscfni íslenzkrar moldar, má vænta þess,
að íslenzkir forráðamenn verði fúsir að greiða
götu þeirra. Verkefnin eru óteljandi, þjóð vorri
er særnd og skylda að fá þau leyst, og henni
er stórkostlegur ávinningur og dýrmætt happ
að eiga til þess fænistu menn, sem hafa á-
unnið sér hæsta mcnntastig við háskóla í for-
ustulandi þess menningarsvæðis er land vort
telst til. „Nógir eru helvítis peningarnir”, sagði
Brynjólfur Pétursson. Vandinn er að veita
þcint þangað, sem þeir koma að haldi og gefa
ávöxt í varanlegum verðmætum.
J(ón) H(elgason prófessor).
Um Sögu íslendinga.
. . . Höfundur þessarar bókar er ekki cinn
um ábyrgðina á því, hvernig hún er úr garði
gerð. . . Páll Eggert Ólason hefur unnið ís-
lenzkum fræðum ómetanlegt gagn með rann-
sóknum sínum og ritum. En þau hafa verið
nokkuð einhæf, rannsóknir á persónusögu meir
en almennri sögu. Þeim mun meiri skylda
hvíldi á herðum ritstjórnar þeirrar, sem á að
sjá urn útgáfu Sögu Islendinga, að hafa hönd
í bagga um snið og efnisskipun þessa bindis,
ekki sízt þegar það er fyrsti hluti verksins,
sem kemst á prent. Mætti ætla, að ritstjórn-
inni hefði vcrið umhugað um, að einmitt þetta
bindi yrði til fyrirmyndar um meðferð efnis-
ins, þáttaskiptingu og söguleg sjónarmið. En
þess sjást engin merki. Verður varla annað af
því ráðið en að ritstjórnin hafi verði með öllu
afskiptalaus um samningu bókarinnar, því að
hitt verður að ósönnuðu máli að teljast ótrú-
legt, að ritstjórnin telji þá sagnaritunaraðferð,
sem hér birtist, heppilega eða yfirleitt fram-
bærilega í riti, sem á að vera heildarsaga lands
og þjóðar.
J(akob) B(enediktsson).
Or Stokkhólmsbréfi.
Ég hafði gert mér vonir um að finna sterka
þjóðlega strauma Ieggja um mann við lestur
íslenzkra blaða og tímarita. Að því er snertir
dagblöðin varð ég fyrir miklum vonbrigðum
. .. Hins vegar má finna ýmsa gleðilega menn-
ingarstrauma að heiman, og virðast þeir að-
allega renna um farvegi „Bandalags íslenzkra
listamanna" og tímaritsins „Helgafells". Jafn-
vel í tónlist hcfur gerzt sá merkisatburður,