Helgafell - 01.09.1944, Page 145
í DAG OG Á MORGUN
303
I ágústhefti „Veterinary Medicine“, sem
gefið er út í Chicago, segir svo frá þriðju
sæmdarveitingunni:
Major Robert B. Meeks frá Kansas City í
Kansas var nýlega veitt merki heiðursfylk-
ingar Bandaríkjanna. Þetta fór fram á íslandi,
og var honum sýndur þessi sómi fyrir frábær-
lega lofsverða forustu við framkvæmd merki-
legra starfa í þágu dýralækninga.
Major Meeks veitti íslenzku stjórninni
stuðning, svo að fyrir hans tilstilli tókst að
hafa hemil á sjúkdómum, sem algengir voru
í húsdýrum. Þessi hjálp, sem veitt var bæði
dýralæknum og bændum, dró mjög úr dauða-
tölu húsdýranna. Ritgerðir herra Meeks um
þessi mál voru birtar í íslenzka dýralæknablað-
inu.
Niðurlagsorð greinargerðarinnar við þetta
tækifæri er svolátandi: Major Meeks ávann
sér þakklæti íslenzku þjóðarinnar, og með
hinni prúðmannlegu og traustu hjálp, sem
hann veitti bændum, hefur hann eflt hin vin-
samlegu viðskipti milli Bandaríkjamanna og
Islendinga.
I The North-American Veterinarian birtist
s. 1. sumar svohljóðandi auglýsing, ásamt mynd
þeirri frá íslandi, sem sýnd er hér í textanum:
Áður eti styrjöld sú hófst, sem nú geisar, var
engin dugandi dýralæknaskipun á íslandi. En
þegar amerísku dýralæknarnir kornu þangað
með hernum, sýndu þeir brátt og sönnuðu,
hve miklu betur það land er statt, sem á sér
dýralæknastétt, heldur en hitt, sem er án
þess konar stéttar.
Þótt skammt sé síðan læknar þessir komu
þangað, hcfur þó þegar svo mikið áunnizt, að
bakteríumagn í neyzlumjólk landsmanna er
nú minna en áður; ráðstafanir hafa verið
gerðar til þess að hafa hemil á hinni smit-
andi fósturlátsýki (í kúm). Þá var og ráðið
niðurlögum liættulegrar svínakóleru, sem þar
gaus upp. Skepnur eru nú betur fóðraðar,
húsakostur peningsins betri og hefting hús-
dýrasjúkdóma hefur aukizt. Rannsóknir hafa
verið hafnar á alvarlegum íslenzkum húsdýra-
sjúkdómum, eins og t. d. hinni bráðhættulegu
mæðiveiki í sauðfé. Nýtt bóluefni hefur og
verið fundið við hinu skaðlega fósturláti í
ám.
Mismunurinn á því ástandi, sem þar var
fyrir stríðið, og því ástandi, sem nú er ríkjandi
eftir landgöngu dýralæknanna, er vissulega
gild sönnun þess, hve mikils virði dýralækna-
stéttin getur verið hverju landi.
(Þýðingarnar hefur Bogi Ólafsson, mennta-
skólakennari, annazt, eftir beiðni Helgafells).
# * *
Hugleiðingar um þessa margþættu bjargráða-
starfsemi í þágu íslenzkra manna og skepna
af hálfu dýralækna erlends stórveldis verða látn-
ar hjá líða hér að sinni, m. a. vegna þess að
vænta verður nánari upplýsinga um slík tíð-
indi frá fyrrverandi ríkisstjórn vorri og yfir-
dýralækni, nú er þau verða almenningi kunn
af birtingu framangreindra plagga á íslenzku.
í sambandi við þetta mál telur Helgafell þó
rétt að geta eins atriðis, er bendir til þess, að
þjóðnytjastarf hinna bandarísku dýralækna hafi
ekki verið svo gagngert, að innlendir menn
þykist ekki mega þar um bæta. 21. október
síðastl., á fráfarardegi fyrrverandi ríkisstjórnar
vorrar, hefur svohljóðandi firmatilkynning ver-
ið dagsett til birtingar í Lögbirtingablaðinu:
Ég undirritaður rek fyrirtæki hér í bænum,
með ótakmarkaðri ábyrgð, og heitir það Efna-
gerðin Njáll. Er tilgangur fyrirtækisins að
framleiða meðul til lækninga á mæðiveiki og
fleiri sauðfjársjúkdómum. Firmað rita ég þann-
‘g:
Efnagerðin Njáll
Sigurjón Pétursson.
Reykjavík, 21. okt. 1944.
Sigurjón Pétursson,
Þingholtsstræti 22A, Rvík.