Helgafell - 01.09.1944, Síða 149
í DAG OG Á MORGUN
307
búnað eldtraust, án þess að skemma eða lýta.
Og svo vel vill til, að þessi efni varna einnig
óþrifum.
Aldahvörf í eldhúsverkum.
Líklegt er, að eldhús og öll matreiðsluáhöld
breyti mjög um svip. Flestar húsmæður eyða
hálfum deginum í eldhúsinu, sjóða og mat-
reiða, þvo og þrífa. Með nokkrum rétti mætti
nefna eldhúsið dagstofu þeirra. Þess vegna
hafa margir húsameistarar tekið sér fyrir hend-
ur að umbæta vinnuskilyrðin fyrir húsmæður
komandi ára. Allar húsmæður, sem hafa orð-
ið að bogra við lága bakstursofna á botni
eldavélanna, fengið við það bakverk og ef til
vill rifið silkisokkana sína, munu fagna nýju
eldavélunum, sem eru þannig gerðar, að bakst-
ursofninn er uppi yfir suðuplötunum. Og nú
þegar er farið að smíða steikarofna, sem halda
steikarbitunum þannig, að þeir stikna beggja
vegna samtímis. Einn húsameistari leggur til,
að engin eldavél sé í eldhúsinu. Hann vill
hafa hvern pott og pönnu með hitunartæki í
botni, svo að setja megi hvert um sig í sam-
band við rafstrauminn með tenglum.
Auk sjálfsagðra umbóta, svo sem hagan-
legri ljósa, fleiri glugga og hentugri vinnu-
borða, má gera ráð fyrir, að tveim til fimm
árum eftir að styrjöldinni lýkur megi fá mjög
endurbættar uppþvottavélar, gerilsneyðingar-
tæki og fleiri smávélar til léttis og þæginda.
Kunnur húsameistari hefur tekið kæliskápa
þá, sem nú tíðkast, til adiugunar. Telur hann
það mikinn galla á þeim, hve oft er erfitt að
komast að því, sem þarf að ná í. Hvað er fyr-
ir öðru, og oft þarf að tína margt út til þess
að ná því, sem innst er eða neðst. Breytinga-
tillögur hans miða að því að bæta úr þessu.
Þá hefur og verið fitjað upp á því að skipta
þeim í laus hólf, þar sem hvert væri sér um
geymslu. En slíkar breytingar munu þó eiga
langt í land.
Rykhreinsun, hljóðheldni, geislahitun,
sólbaðsgler.
Enginn efi er á því, að innan skamms má
vænta mikillar híbýlabótar, þar sem ryksian
Flekabyggt bús.
er. Hún síar og hreinsar loftið með rafmagni.
Þetta tæki er fyrir löngu komið af tilrauna-
stigi. Það eyðir rafmagni fyrir einn dal á
mánuði í mesta lagi og hefur verið selt á 300
dali. Vélfræðingar segja, að hvorttveggja muni
lækka stórum eftir stríð. Húsmæðurnar mega
fagna þessari gerviþernu. Þar þarf ekki að dusta
og berja sem loftið er ryklaust.
Þá má og vænta betri og þægilegri lýsing-
ar í heimahúsum. Hægt verður að gera her-
bergi hljóðheld, skömmu eftir að friður kemst
á. Endurbætt flúrljós munu koma að góðu
gagni við ýmiss konar skrautlýsingu.
Geislahitunartæki munu verða á boðstólum.
Þau stafa frá sér notalegum yl, án þess að
hita loftið sjálft, og er sú hitun talin miklu
heilnæmari en hin venjulega.
Ný tegund af gluggagleri mun ryðja sér
til rúms. Þetta gler hleypir í gegn hinum