Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 157
í DAG OG Á MORGUN
315
arórar. Látlaust er unnið að tilraunum í rann-
sóknarstofunum. Á sumu kann að vera von
eftir hundrað ár, á öðru þegar á morgun.
En ekki munu þægindi ein stafa af breyt-
ingunum. Til dæmis verður örðugt fyrir ýmis
iðnfyrirtæki að hverfa aftur til fyrri fram-
leiðsluhátta vegna hinna nýju efna og tækni,
sem leita munu á. Verður hægt að nota vélar
frá árunum fyrir styrjöld? Verða iðnvörur af
eldri gerð seljanlegar, eða munu hinar nýju
ryðja þeim af markaðinum og setja fyrirtækin
á höfuðið? Hvað verður um fyrirtæki þau og
verkamenn, sem öfluðu áður hráefna af eldri
gerð handa iðngreinum, er hverfa nú að nýj-
um framleiðsluháttum?
Vélamaður í verksmiðju af gamalli gerð,
sem þekkir þar hverja vél eins og fingurna
á sér, stendur ef til vill allt í einu frammi fyr-
ir fylkingu nýrra og ókunnra stálþræla. Menn,
er hafa alltaf unnið úr sömu efnum, geta staðið
ráðalausir uppi, eigi þeir að vinna úr öðrum og
ólíkum. Allt heimtar þetta fjölbreytta og mikla
vinnuþjálfun, af þessu munu stafa vinnustöðv-
anir og atvinnuleysi í iðnaðinum, gamlar iðn-
greinar deyja út, en nýjar rísa í staðinn, og
breytingarnar hafa mikil og víðtæk áhrif í
fjármálum. Stórvirk vél til að kurla sykurreyr
í Suðurríkjunum eða umbætur á baðmullar-
tínsluvél geta valdið örbirgð hundað þusunda
verkamanna, en stóraukinni auðsöfnun ann-
ars vegar.
Fleiri vélar og stórvirkari munu valda at-
vinnuleysi í iðnaði, en um leið veita nýjar iðn-
greinar nýja atvinnu. Nefnd sérfræðinga tel-
ur, að horfur séu á, að selja megi 45 millj-
ónir sjónvarpstækja, en hundmð þúsunda
verkamanna hafa atvinnu af því, beint og ó-
beint.
Fyrirheit hinnar nýju aldar í eðlisvísindum
cru stórfengleg: Allsnægtir allra og meiri tóm-
smndir en mönnum hafa nokkm sinni boð-
izt á liðnum öldum. Það virðist í lófa lagið
að framleiða megi gnóttir allra gæða, svo að
hver maður geti átt góða daga, en þurfi þó
ekki að vinna nema fáar stundir daglega. En
mikið af hugarangri því og kvíða, sem þjakar
þessa kynslóð, er sprottið af fyrirheimm, sem
voru í sjálfu sér á rökum reist, þótt vanefnd-
irnar reyndust áþreifanlegri.
Styrjöldin hefur leyst úr læðingi mátt vél-
anna. Hún ýtir líka undir oftrú á þeim. Styrj-
öldin knýr jarðveginn, rannsóknastofurnar og
verksmiðjurnar til að skila meiri afrakstri en
áður. En hún leitar líka fast á um
svör við þeirri úrslitaspurningu, hvort menn-
irnir séu færir um að stjórna ægiöflum þeim,
sem þeir hafa þannig leyst úr Iæðingi.
GnSjón Guðjónsson
tók saman og íslenzkaði.