Helgafell - 01.09.1944, Side 160
318
HELGAFELL
inn á 19. öld var Bingham, málarinn
frá Missouri. Lærdómsríkt er að bera
málverk hans, í/rs^urð þjóSarinnar,
saman við DauÖa Sól^ratesar eftir Da-
vid. Mynd þessi er að vissu leyti skipu-
lögð á klassískan hátt; mannfjöldan-
um á henni svo fyrir komið, að fulls
jafnvægis er vandlega gætt. En hér
er sýndur raungildur samtímaatburð-
ur, atkvæðatalning í lýðræðisríki með
nútíðarsniði. Listamaðurinn hefur hér
sjálfur haft viðfangsefni sitt fyrir aug-
unum, lifað þann viðburð, er hann
lýsir. Þess vegna er mynd hans gædd
sannfæringarkrafti, sem málverk Da-
vids skortir með öllu. Jafnframt hefur
þekking listamannsins á stílháttum
fornaldarmanna komið honum að góðu
haldi með þeim hætti, að ýmis smá-
atriði á hinum stóra fleti málverksins
eru einfaldari í sniðum og ljósari en
ella mundi.
Málverk þetta er í rauninni ágætt
dæmi þess, hversu nútímalistamenn
eiga að notfæra sér forna stílhætti.
Hér eru þeir hvorki nástældir né geng-
ið á bug við þá með öllu. Nútímalista-
maður er vel að því kominn að færa
sér í nyt hverja þá reynslu frá fyrri
tímum, sem honum má verða að liði.
En hann verður ávallt að samhæfa þá
reynslu einkakynnum sínum af þeim
raunheimi, sem hann lifir í sjálfur.
Mynd Vanderlyns, Adriadne í
svefni, er eitt af fáum dæmum þess í
bandarískri myndlist á 19. öld, er
nefna mætti akademísk-klassíska nekt-
armynd. Og þó minnir hún fremur á
kvennektarmyndir Titians og Giorgi-
ones frá endurreisnarskeiðinu en á
gríska fornlist.
Nýklassískan hélzt langt fram á 19.
öld. Aðalforvígismaður hennar var
Ingres, er lifði fram til 1867 og réð svo
að segja lögum og lofum í Franska
akademíinu allan síðari hluta lista-
mannsævi sinnar.
Þótt Ingres sé oftast nær talinn forn-
listarsinni án frekari skilgreiningar,
hníga í rauninni fleiri stoðir en svo
undir list hans, að sú flokkun sé rétt-
mæt. Fornöldin og háendurreisnarstíll
Rafaels áttu í honum mikil ítök, en
þó gætir í málverkum hans gotneskr-
ar dráttskyggni. Ef til vill náði hann
lengst í hreinni dráttlist. En jafnframt
eru litirnir blæþýðari og samræmari
hjá honum en David.