Helgafell - 01.09.1944, Page 162
320
HELGAFELL
Innes: Frá Albanóvatni
Bæði klassíska og rómantíska voru
því aÖ vissu leyti fræðikynjaðar til-
raunir í þá átt að endurvekja fornar
stíltegundir og lífsviðhorf. Muninn
á þeim má ef til vill fremur telja fólg-
inn í vali stílfyrirmynda og viÖfangs-
efna en í gerólíku hugarfari að baki
þeim. Þó ber þess að gæta, að róm-
antíkararnir héldu fram róttækari
kenningum um algert frjálsræði lista-
mannsins til túlkunar en nýklassíkar-
arnir höfðu nokkru sinni leyft sér. En
í meginatriðum var hér um að ræða
uppvakningu þess ágreinings, er kom-
ið hafði upp þegar á 17. öld, milli
fylgismanna Poussins, hins formfasta
klassíkara, annars vegar, og lærisveina
Rubens, frumherja litauðgi og lífs-
hræringa í myndlistinni, hins vegar.
Átökin í þessari endurvöktu lista-
mannadeilu voru engu blíÖari en í
hinni fyrri.
Listaverk Gericaults, hins fyrsta for-
ustumanns rómantískunnar, sem að
kvaS, benda í fljótu bragði til nokkurs
skyldleika við nýklassískuna. Merk-
asta verk hans á vegum hinnar ungu,
upprennandi stefnu og jafnframt lyk-
ill að skilningi á henni, er Medúsu-
jlekinn frægi, er sýndur var í París
árið 1819.
Myndin er af atburði frá árinu 1817.
Stórt skip hafði farizt, og skipverjar
lengi velkzt í hafi, áður en þeim bær-
ist hjálp. ViÖburðurinn hafði vakið
mikla athygli um gervallt Frakkland.
Gericault freistar hér að bregða upp
mynd af þeirri stundu, er hjálpin kem-
ur í ljósmál og lífsvonin glæðist á ný.
Hann hafði kynnt sér sem nákvæmast
allt, sem að atburðinum laut, og gert
sér far um að lýsa öllu svo, að efnis-
atriði og áhrif myndarinnar væru raun-
gild. VerkiS stingur ákaflega í stúf
við hinar stjörfu, jafnvægu myndskip-
anir hjá David og Ingres. Hér er túlk-
aður samleikur ljóss, skugga og lita,
ekki hirt um jafnvægi í niÖurskipan,
útmörk öll án fágunar, en þó rennur
allt í samræma heild. Nútímamönn-
um má heita óskiljanlegt, hvílíku upp-
námi sýning þessarar myndar gat kom-