Helgafell - 01.09.1944, Page 166
324
HELGAFELL
skái, byltingargjarni persónuleiki hans
þó engu síður orðið til að stappa stál-
inu í þá listamenn, sem þá voru að
leitast við að brjótast upp úr götu-
skorningum hinnar frönsku listskóla-
hefðar.
Einn meðal athyglisverðustu lista-
manna raunsæishreyfingarinnar um
þessar mundir er Henri Daumier. —
Hann var skopmyndateiknari í blað-
þjónustu, og gat sér slíkar vinsældir og
veraldarfrægð á því sviði, að flestum
hefur sézt yfir fram á síðustu tíma, hví-
líkur snillingur hann var í málaralist.
Hjá Daumier getur að líta öll tilbrigði
hins nývaknaða listamannsáhuga
gagnvart raunheiminum og þeirrar
viðleitni realistanna að svipta róman-
tískuna og klassískuna hefðarhjúpn-
um. Myndir hans í Don Quixote eru
meistaraleg sköpunarverk ádeilu-
blandinnar gamansemi, alveg í anda
textans eftir Cervantes.
Að vísu má kalla Daumier róman-
tískan, vegna þess sérstaka dálætis,
sem hann hafði á annarlegum fyrir-
myndum úr lífi leikara og trúðlistar-
manna, en hann sýnir þessar eftirlætis-
persónur sínar án allrar tilfinninga-
semi. Ádeilan er oft bitur, skilning-
ur hans ávallt djúpur, túlkunin mátt-
ug og einatt svo nákvæm, að nærri
stappar fullu miskunnarleysi.
Málverk eins og. Þriðja jlokks tiagn
hefur ekki á sér neinn blæ þeirrar í-
sætu göfgunar, sem gætir á myndum
Millets úr lífi hinna vinnandi stétta.
Hér er fátækt, hungri og vesaldómi
lýst purkunarlaust með pensli eins
þeirra manna, sem drýgstan skerf
lögðu til glöggvunar og gagnrýni á
þjóðfélagsástæðum á 19. öldinni.
Síðari stigum raunsæisstefnunnar í
Frakklandi verður bezt kynnst af verk-
um Eduard Manets, en þau eru eink-
um frá 6. og 7. tugi aldarinnar
Þótt Manet sé raunsæismaður að
því leyti, að hann velur sér viðfangs-
efni úr nánasta umhverfi sínu og eigin
reynslu, lætur hann ekki rígbindast í
tíma og ótíma af smámunum hvers-
dagsleikans á sama hátt og Courbet.
Manet verður fyrstur manna til að
mynda raunsæisstíl. Hann kynnti sér
af gaumgæfni, hversu eldri meistarar,
eins og þeir Caravaggio og Franz Hals,
hefðu farið að því að setja saman
myndir úr stórum litarflötum, fremur
en megindráttum. Hann fetaði í fót-
spor þeirra að þessu leyti, einkum á
fyrri árum sínum.
Manet gaf Courbet ekki eftir í því,
nema síður væri, að hneyksla borgara-
stéttina.
Hin fræga mynd hans MorgunVerð-
ur í rjóSri, er sýnd var í fyrsta sinn
1863, vakti slíkt hneyksli og fárviðri
úthúðunar og bannfæringa. að nútíma-