Helgafell - 01.09.1944, Qupperneq 167
LISTIR
325
Daumier:
Þriðja flokks
vagn
mönnum, sem myndina sjá, eru slíkar
viðtökur alveg óskiljanlegar. Myndin
sýnir tvo karlmenn í samtíðarbúningi
ásamt tveim lítt klæddum eða létt-
klæddum konum, þar sem þau sitja að
morgunverði í skógarrjóðri. Myndar-
efnið fyrirfinnst á málverki eftir Gior-
gioni og myndskipunin á eirstungu
eftir Rafael.
Hvorttveggja er í raun réttri háklass-
ískt, enda mundi hér ekkert hafa þótt
athugavert, hefði myndin verið máluð
í endurreisnarstíl, hvort heldur var á
sjálfu endurreisnarskeiðinu eða 19.öld-
inni. Ástæðan til hneykslunarinnar var
sú, að persónurnar voru ekki klassísk-
ar, heldur samtíðarfólk áhorfendanna.
Þeir urðu ókvæða við að sjá samtíðar-
tízku aðhæfða svo klassísku og hefð-
bundnu efni að öðru leyti.
Það er ávallt lærdómsríkt fyrir þá,
sem leggja stund á listfræði, að lesa
um þær hörkudeilur, sem einatt risu
út af nýjum málverkum fyrr á tímum.
Þegar við verðum þess vísari, að lista-
verk, sem okkur hefur skilizt vera yf-
ir alla gagnrýni hafið, hefur sætt fyrir-
litningu og misskilningi í öndverðu,
má það verða okkur áminning um að
staldra lítið eitt við til umhugsunar,
áður en við kveðum upp áfellisdóma
yfir verkum samtíðarmanna okkar,
sem við höfum ef til vill ímugust á af
þeirri ástæðu einni, að við skiljum
þau ekki.
Þegar Manet sýndi hina frægu
mynd sína Olympíu, gaus aftur upp
hið mesta vandlætingarfár. Þetta er
þó ekki annað en mynd af nöktum
kvenmanni. Sem listaverk er myndin
merkilegt dæmi um andstæðuáhrif
ljósra og dökkra flata. En hér endur-
tókst sama sagan: kvenmaðurinn var
hvorki rómantískur né klassískur í nekt
sinni, heldur ljóslifandi samtíðarkona,
afklædd inn að skinni, og þau firn
voru meiri en svo, að hinir siðavöndu
borgaralegu listverndarar á síðari hluta
19. aldar fengju afborið þau hljóða-
laust.
Á síðari hluta 7. tugar aldarinnar
komst Manet í kynni við hóp ungra
listamanna, sem voru að gera tilraun-
ir um nýja tækni til raunsærrar list-
túlkunar. Fátt sýnir betur frjálslyndi
og hleypidómaleysi þessa mikla mál-
ara en að hann skyldi breyta um stíl,
vegna áhrifa frá listamönnum, sem
voru einni kynslóð yngri en hann sjalf-
ur.