Helgafell - 01.09.1944, Qupperneq 173
BÓKMENNTIR
331
höggin yrðu nokkuð mörg, og fleiri og
meiri en ef hann hefði óbundnari
hendur, og árangurinn allur eftir því;
nei, guð forði okkur frá slíkum bókum !
nóg er nú samt. Hitt er annað mál, að
ýmsir höfundar gætu margt af ís-
landsklukkunni lært, meðal annars
það að gera strangari kröfur til sjálfs
sín og sneiða hjá leiðinlegum mála-
lengingum. Annars held ég sé var-
hugavert að gefa ungum skáldum for-
skrift. Þau eiga að kynna sér það, sem
bezt er gert, og láta það efla sig til
átaks, en kosta kapps um það framar
öllu að finna sín eigin sérkenni, ef slíkt
er fyrir hendi, þræða sinn einstíg án
alltof mikillar hliðsjónar af öðrum.
Og þótt sá stígur kunni að sýnast ó-
greiðfær og óglöggur í fyrstu, er hann
vegurinn til lífsins og að öllu girnilegri
til fróðleiks en hin breiða braut eftir-
hermunnar. Að finna sinn eigin tón,
það er fyrsta skilyrðið til að geta sam-
ið skáldrit, sem eigi réttmætt erindi
í prentverkið. Það er þetta, sem
Ólafi Jóhanni Sigur&ssyni hefur þeg-
ar tekizt, og er það útaf fyrir sig ærið
afrek af svo ungu skáldi; en auðvitað
fer það ekki eitt saman.
Ég opnaði hina nýju skáldsögu
Ólafs Jóhanns, Fjallið og draum-
inn, með mikilli eftirvæntingu, fannst
hún mundi segja nokkuð til um, hvað
í höfundinum byggi og hvers vænta
mætti af honum framvegis. Ölafur
Jóhann hafði sýnt óvenjulega rithöf-
undarhæfileika frá byrjun, en verið
um of háður fyrirmyndum í stíl, eink-
um H. K. L. og skóla Hemingways;
þó báru smásögur hans þess ljósan
vott, að hann væri að losa þessar fest-
ar og sigla sína eigin leið. Nú hafði
hann færzt meir í fang en áður, skrif-
að langa sögu, og nú var eftir að vita,
hvort hann hefði vaxið með vandan-
um.
Það er skemmst frá að segja, að ég
las söguna með mikilli ánægju og
varð ekki fyrir vonbrigðum, síður en
svo; að vísu eru á henni nokkrir ann-
markar, en kostirnir eru langsamlega
yfirgnæfandi. Stíllinn var það fyrsta,
sem ég rak augun í og gladdist yfir,
enda hafði mér víst leikið einna mestur
hugur á að vita, hvað höfundi liði í
þeim efnum. Ennþá sjást áhrif fyrir-
myndanna, og er það ekki nema eðlilegt
og sjálfsagt, en Ólafur er orðinn þeim
óháður með öllu, hefur skapað sér sinn
eigin stíl og beitir honum frjálsmann-
lega, með öryggi skálds, sem komið
er heim til sjálfs sín. Það, sem ein-
kennir þennan stíl hans, er fylling og
litauðgi, samfara innileik, en mikil og
óslitin ljóðræna framar öllu. Það má
segja, að þessum höfundi verði allt að
ljóði, ekki aðeins náttúrulýsingar, dýra-
líf og gróður, heldur einnig samtöl, at-
vik, mannlýsingar. Athyglisgáfa hans
er óvenju næm og enginn hlutur svo
smár, að hann hafi ekki nokkurt gildi
í augum hans, ekkert fyrirbæri á víða-
vangi bernskustöðvanna lætur hann ó-
snortinn; blístur í fugli, dropar á strái
eða kóngulóarvefur, já, jafnvel snigl-
arnir á götunni eru tákn og stórmerki:
,,í skugga grávíðislaufs, sem hefur
fallið á miðja moldargötuna fyrir fram-
an Rauðalæk, liggur dauður snigill.
Hann snýr þversum á götunni. Það
er hröngl af smákögglum umhverfis
hann og gömul hófspor beggja megin,
djúp eins og gígir. Hann hefur lagt af
stað út á þetta óendanlega flæmi,
þessa tveggja feta breiðu eyðimörk, en
hnigið til upphafsins á miðri leið. Og
enginn veit, hvert hann hefur ætlað
að fara“.
Á þennan hátt verður höfundi mikið
úr litlu efni, hver heildarlýsing byggð
upp úr ótal smáatriðum, hvert atvik
samruni smærri atvika. En undantekn-
ingarlítið tekst honum það, sem mest
á ríður: að gæða frásögn sína hfi,
handsama hverful ljósbrigði og angan