Helgafell - 01.09.1944, Síða 178
25 álitlegustu bækurnar á árinu 1943
að mati 67 vandlátra lesenda
Svör við fyrirspurn frá Helgafelli
í JOLIMÁNUÐI síðastl. sendu ritstjórar Helgafells 84 konum og körlum,
flestum búsettum í Reykjavík og nágrenni, bréf á þessa leiS, ásamt skrá
yfir bækur ársins 1943 (aS barnabókum og flestum kennslubókum undan-
skildum, 149 ritverk alls) :
TímaritiS Helgafell óskar aS fá svör eigi færri en 50 manna og kvenna,
sem kunn eru aS áhuga og dómgreind um bókmenntir, viS eftirfarandi
fyrirspurn, er viS leggjum hér meS fyrir ySur, ásamt stuttri greinargerS
fyrir henni og skrá yfir frumsamdar og þýddar, nýjar og endurútgefnar
bækur á árinu 1943 :
Hverjar eru þœr 25 bœþur, útþomnar á árinu 1943, sem þér munduð
Velja úr, vœri ySur faliS aS afla þess báþafjölda, án hliðsjónar af uerS-
lagi, handa bóþasafni eSa lesendahópi, þar sem gœta yrði að mestu
almennra sjónarmiða um gildi bóþanna og hlutföll í Vali þeirra ?
ViS förum þess á leit viS ySur, aS þér merkiS greinilega viS þær
25 bækur, sem þér teljiS álitlegastar, en þó svo, aS meSal þeirra séu
ekki færri en 8 þýddar. Endurútgáfur koma jafnt til greina sem frum-
útgáfur, og telst hvert ritverk ein bók, þótt þaS sé í tveim bindum eSa
fleiri. Við munum síSar birta skrá yfir þær 25 bækur, sem flestir velja,
og nöfn allra, sem svaraS hafa fyrirspurninni, án þess að bókaval hvers
einstaks verði gert heyrinkunnugt. ViS ætlumst til, aS bókaskráin verði
endursend aS vali loknu, í hinu áprentaða umslagi, og mun nefnd,
sem þessir þrír menn skipa: Snorri Hjartarson bókavörður, Jón Magn-
ússon fréttastjóri og annarhvor ritstjóra Helgafells, annast athugun á
niSurstöðum.
SKÝRSLA NEFNDARINNAR
Framangreint bréf, ásamt skrá yfir þær bækur útgefnar á árinu 1943,
sem fáanlegar voru í lausasölu eða falar áskrifendum einstakar, aS barna-
og unglingabókum og flestum kennslubókum undanteknum, var sent 84
körlum og konum, allflestum búsettum í Reykjavík og HafnarfirSi. 68 svör,
þ. e. endursendar bókaskrár merktar, bárust viS fyrirspurn bréfsins, en
meS því aS eitt svarið var ekki merkt nafni sendanda, komu 67 svör eða
atkvæði til greina við athugun á niðurstöSum. Fer hér á eftir stutt greinar-
gerS frá nefndinni, nafnaskrá þeirra, er atkvæði greiddu, skrá yfir 25