Helgafell - 01.09.1944, Page 179
BÓKMENNTIR
337
atkvæðahæstu bækurnar og önnur yfir þær 25 bækur, sem næstar voru í
röðinni. Þá eru taldar allar þær bækur aðrar, sem atkvæði hlutu, og getið
bóka, sem gleymdist að setja á heildarskrána.
Ritstjórn Helgafells réð vali og tölu þeirra, sem fyrirspurnin var send,
og mun tala þeirra hafa verið við það miðuð, að vonir mætti gera sér um
ekki færri en 50 svör, þótt allmikil vanhöld kynnu að verða. Val þeirra
einstaklinga, sem fyrirspurnina fengu, mun einkum hafa miðazt við það
tvennt, að þeir væru sem flestir, eins og í bréfinu segir, ,,kunnir að áhuga
og dómgreind um bókmenntir“ og jafnframt líklegir til að svara fyrirspurn
sem þessari. Þá mun og hafa verið reynt að haga valinu svo, að það tæki
til manna úr öllum stjórnmálaflokkum í skaplegum hlutföllum, og telur
nefndin, að það hafi tekizt óaðfinnanlega. Játað skal þó, að hvorki rit-
stjórninni né nefndinni er kunnugt um stjórnmálaskoðanir allra þeirra, er
spurðir voru. Yfirleitt virtust viðhorf manna í þeim efnum ekki hafa mikil
áhrif á bókaval þeirra.
Hitt má með sanni segja, að hópur þeirra, er svör sendu, sé nokkuð
einlitur að því leyti, að hann sé að mjög verulegum hluta skipaður mennta-
fólki úr Reykjavík og nágrenni. Nefndinni þykir ekki ólíklegt, að svör 67
einstaklinga, sem valdir hefðu verið eftir atvinnustéttum eða landshlutum
eingöngu, mundu hafa orðið nokkuð á annan veg; en óhætt telur hún sér
að fullyrða, að sá hópur, sem þátt tók í atkvæðagreiðslunni um 25 álitleg-
ustu bækur ársins að þessu sinni, fyrir atbeina Helgafells, hafi, þegar á allt
er litið, ýmis skilyrði til að vera dómbærari um bókaval en almenningur
yfirleitt.
Að öðru leyti telur nefndin ekki ástæðu til að fjölyrða um gildi þessarar
atkvæðagreiðslu um bækur síðasta árs. Nöfn þeirra einstaklinga, sem at-
kvæði greiddu, og heiti flestra þeirra bóka, sem um var valið, birtast hér
á eftir, og samkvæmt þeim gögnum á hverjum einum að vera fært að mynda
sér skoðun um leiðbeiningargildi tilraunarinnar. Gera má ráð fyrir, í
samræmi við orðalag fyrirspurnarinnar, að bókavalið hafi öllu fremur farið
eftir því, hvaða bækur ,,kjósendurnir“ 67 töldu einkum eiga erindi til al-
mennings, en einkaskoðunum þeirra sjálfra, þar sem þetta hvorttveggja fór
ekki saman að öllu leyti.
NAFNASKRÁ 67 KVENNA OG KARLA, ER ATKV. GREIDDU:
Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú, Rv.
Agúst Sigurðsson, cand. mag., Rv.
Anna Bjarnadóttir, B. A., frú, Reykholti.
Ármann Halldórsson, skólastj., Rv.
Arndís Björnsdóttir, leikk., Rv.
Asta Jónsdóttir, frú, Rv.
Barði Guðmundsson, þjóðskj.v., Rv.
Benedikt Tómasson, skólastj. Hf.
Bergur Jónsson, bæjarfógeti, Hf.
Bína Thoroddsen, frú, Rv.
Bjarni Ásgeirsson, alþm., Reykjum.
Björn Jakobsson, kennari, Stóra-Kroppi, Bf.
Björn Sigurðsson, læknir, Rv.
Bogi Olafsson, yfirkennari, Rv.
Einar Guðnason, prestur, Reykholti.
Erlendur Guðmundsson, fulltr., Rv.
Freysteinn Gunnarsson, skólastj., Rv.
Guðbrandur Magnússon, forstj., Rv.
Guðjón Guðjónsson, skólastj., Hf.
Guðni Jónsson, magister, Rv.
Gunnar Viðar, hagfr., Rv.
Guðrún Arinbjarnar, frú, Hf.
Gunnlaugur Claessen, dr. med., Rv.
Gylfi Þ. Gíslason, hagfr., Rv.
HELGAFELL 1944
22