Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 186
344
HELGAFELL
gefið þjóðinni steina fyrir brauð, en
þeir hafa að minnsta kosti gefið henni
aðeins eina tegund fæðu. Þeir hafa
haft náttúruvísindi og verkmenningu
að hornrekum. Almenning skortir
fjölda ljósra og greinagóðra bóka um
þau efni. Sem dæmi má nefna bækur
um eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði,
jarðvegsfræði, bækur um vinnslu og
meðferð matvæla (matreiðslubækur
eru flestar einhæfar), bækur um með-
ferð algengustu véla, bækur um ýms-
ar iðngreinir, bækur um ræktun mann-
eldisjurta og ótal margt fleira, sem hér
verður ekki talið. Auk þessa eigum
við engar alfræðibækur. Hér er því
geysistórt skarð ófyllt í bókakost okk-
ar og má ekki lengur við svo búið
una, ef þjóðinni er ekki ætlað að kafna
í draumórum.
Vafalaust eru ýmsar ástæður til
þessa annarlega ástands. Bókaútgef-
endur svara því ef til vill til, að erfitt
sé að fá fræðimenn til að semja slík-
ar bækur. En margar þeirra mætti
þýða lítt breyttar og í öðru lagi kemur
mér ekki til hugar, að fræðimenn í
þessum efnum væru ófáanlegir til að
semja bækur, ef þeim væri gefið sæmi-
legt tóm til að ganga frá þeim. En það
virðist keppikefli margra útgefenda að
hraða útgáfu bóka sinna, svo sem auð-
ið er, og er þá minna hirt um,
hvað af hlýzt. Hitt mun sanni nær,
að útgefendur telji sér ekki eins
skjótfenginn gróða af fræðibókum, og
mun það vafalaust rétt. Að minnsta
kosti mundu slíkar bækur síður keypt-
ar fyrir fordildar sakir, því að þær
mundu ekki þykja eins fínar í bóka-
skápum og ,,litteratúr“. Ekki skal því
þó trúað að óreyndu, að sumum hinna
stórvirku bókaútgefenda mætti ekki
takast að gera fræðibækur sæmilega
útgengilegar, ef þeir sneru við blaði í
áróðursstarfsemi sinni og héldu því að
þjóðinni, að nú væri henni lífsnauð-
syn að kynnast vísindum og tækni.
En ef þeir vilja í engu skeyta þörfum
þjóðarinnar, verða þeir að sigla sinn
sjó, og er þá naumast annað fyrir
hendi en ríkið taki að sér útgáfu slíkra
fræðibóka. Svo vel vill til, að hér er
nokkurs konar ríkisútgáfa, Ménningar-
sjóðsútgáfan. Henni mundi vandfund-
ið verkefni, sem sæmdi henni betur
en útgáfa fræðibóka. En því miður
hefur þó fram til þessa örlað á sorg-
lega litlum skilningi hjá því fyrirtæki.
(Menningarsjóður hefur gefið út eina
bók um mannslíkamann). Að minnsta
kosti hefði almenningi komið ýmislegt
betur en ævisaga Viktoríu drottningar
eða Uppreisnin í eyðimörkinni, þótt
það kunni að vera ágætis bækur á
sinn hátt.
Þörfin á fræðibókum er nú orðin
svo brýn, að varla verður lengur þver-
skallazt við henni eða haldið áfram
á sömu braut, nema til stórtjóns fyr-
ir þjóðina. Bókaútgefendur ættu nú
um sinn að hugleiða í útgáfustarfi
sínu orð Einars Benediktssonar:
,,Bókadraumnum, böguglaumnum
breyt í vöku og starf“.
Benedifyt Tómasson.
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON, RITHÖF.:
BÆKURNAR, SEM
Ég vil strax taka fram, að ég hag-
aði bókavali mínu að miklu leyti í
samræmi við þarfir venjulegra ís-
lenzkra lesenda, menntunarstig þeirra,
ÉG VALDI EKKI
sjónarmið og áhugamál, en hafði ekki
að sama skapi í huga kröfur og dóm-
skyn hinna, sem hafa þekkingu og að-
stæður til að geta aflað sér að stað-