Helgafell - 01.09.1944, Page 188
346
HELGAFELL
um fróðleik, en svipuðu máli gegnir
um Sjóinn og sœvarbúa eftir Bjarna
Sæmundsson og Sígrœn sólarlönd eft-
ir Björgúlf Ólafsson. Ég býst einnig
við, að Frelsisbarátta mannsandans
eftir van Loon og Traustir hornsteinar
eftir Beveridge hafi báðar átt skilið að
koma út á íslenzku, þóttmérfinnistþær
persónulega fremur veigalitlar og ákaf-
lega þreytandi í viðkynningu, einkum
hin fyrrnefnda. Alþingishátíðina og /ðn-
sögu Islands verður að telja til ávinn-
ings, þar sem heimildagildi þeirra er
ótvírætt, en vandalaust hefði verið að
rita þær miklum mun skemmtilegar,
án þess að rýra sannfræðina. Hins
vegar leikur meiri vafi á BarÓstrend-
inga- og Hornstrendingabóþum, þrátt
fyrir ýmsa kosti. Það er auðvitað góðra
gjalda vert að halda til haga hvers
konar fróðleik varðandi land og þjóð.
En ég tel, að séra Jónas frá Hrafna-
gili hafi með Islenz\um þjóÓháttum
markað svo vel stefnuna í slíkri varð-
veizlu, að betur verði ekki á kosið.
Aðferð hans er í hvívetna til fyrir-
myndar, enda ólíkt vænlegri til góðs á-
rangurs en þröngar héraðslýsingar, þar
sem hættan á smásmuguskap og vita
fánýtri upptínslu aukaatriða vofir
sífellt yfir, að ógleymdu hinu hvim-
leiðasta raupi, karlagrobbi og drýg-
indalátum. Hvernig færi t. d., ef
sögur ákveðinna hreppa eða hrepps-
nefnda í Suður- og Norður-Þing-
eyjarsýslum yltu skyndilega út úr
prentsmiðjunum með tilheyrandi ólát-
um ? Mér þætti næsta sennilegt, að
mönnum yrði ekki um sel og að á-
gallar þessara vinnubragða yrðu flest-
um ljósir. En hefði olbogarúmið í
bókakjörinu verið allt að því helmingi
meira, myndi ég samt að öllum lík-
indum hafa bent á hin tvö áðurnefndu
rit, þótt ég sé að öðru leyti andvígur
þeirri stefnu, sem þau tjá, og álíti
hana hvorki æskilega né nauðsynlega,
meðan fjölda mikilvægra og aðkallandi
verkefna eru engin skil gerð. Loks þyk-
ir mér leiðinlegt, að ég skyldi ekki
geta komið matreiÓslubó\unum eftir
Jóninnu og Helgu innfyrir takmörk
kjörtölunnar, þar sem þær eru á allan
hátt hinar veglegustu, en nytsemi
þeirra er að sjálfsögðu hafin yfir efa
og ágreining.
Það er óþarfi að fara mörgum orð-
um um önnur rit á skránni, sem ég
valdi ekki eða fann enga löngun hjá
mér til að velja, en þau munu vera
106. Nokkur þeirra eru eflaust merk
og gagnleg á sínu sviði, þótt þau á
hinn bóginn fullnægi ekki þeim kröf-
um, sem gera verður til ákjósanlegs
lestrarefnis handa almenningi. Fylgi-
ritin tvö með Árbók Háskóla Islands,
Um frumtungu Indógermana og frum-
heimþynni eftir Alexander Jóhannes-
son og Vandamál mannlegs Ufs eftir
Ágúst H. Bjarnason, eru til dæmis ó-
aðgengileg almennum lesendum ýmissa
hluta vegna, enda mun hið fyrra ein-
göngu ætlað sérfræðingum og vísinda-
mönnum. Sjötta bindið af Sögu Is-
lendinga býr vfir sömu gæðum og ó-
kostum sem hið fimmta; það er að
vísu feiknarleg lyklakippa að heim-
ildum og fróðleik, en kemur ekki öðr-
um en þeim að fullum notum, sem
hafa tíma og tækifæri til að beita
henni. Lækningabókin, Heilsurœþt
og mannamein, átti að bæta úr brýnni
þörf, en sé hún borin saman við hlið-
stæð rit erlend, verður einkunn henn-
ar, því miður, lægri en góðu hófi
gegnir. Hraðvirkni og flýtir stríðsár-
anna virðist hafa þrýst á hana inn-
sigli sínu, að viðbættum einhvers kon-
ar má-ekki-segja-frá svip á sumum
köflunum, sem tíðkast oft í verkum
næmgeðia skáldkvenna, en á alls ekki
heima í bók af þessu tagi. Huganir
Guðmundar heitins Finnbogasonar
hafa fátt nýtt að flytja alþýðu manna,
þótt þær séu óneitanleea með töluverð-
um menningarblæ. Slíkt verður hins