Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Síða 192

Helgafell - 01.09.1944, Síða 192
350 HELGAFELL Og hann bætir við: ' i ? i * Svo kvað á hausti hrímgrundar sjöt, kynlanda kærstum þá er kveðju flutti, vitandi víst um vingjöf þína, dulin, hvað dvaldi dýrgrip á leið. En kvæðið endar, eins og allir vita, á þessu fagra og yndislega erindi: Þá væri launað, ef þú líta mættir ásján upp lyfta ungrar móður, þar sem grátglaður guði færir barn sitt bóndi að brunni sáttmála. I fjórða árgangi Fjölnis er ennfremur lýsing á skírnarfontinum eftir Jónas Hallgrímsson, og segir þar m. a. svo um aðdraganda gjafarinnar: ,,1825 fór Thorvaldsen að hugsa um að senda Íslandi eitthvað eftir sig. Hann var þá nýkom- inn til Rómaborgar norðan úr Danmörku, og hefur líklega ætlað að sýna Dönum, hvort hann væri með öllu búinn að gleyma föðurlandi sínu, þó þeir hefðu haft mikið við hann“. Mér finnst það miður, að í jafn ágætu og ýtarlegu riti um Bertel Thorvaldsen sem því, er að ofan grein- ir, skuli ekki vera getið þessarar ritgerðar eða ljóða Jónasar Hallgrímssonar, og það því frem- ur sem þar eru tilgreindir ýmsir aðrir, sem ortu til listamannsins, og þeirra á meðal Finn- ur Magnússon prófessor, sem var að vísu hinn mesti ágætismaður, en ekki skáld að sama skapi. Líklega hefur höfundurinn litið svo á, að allt þetta væri kunnara en svo, að það væri frá- sagnar vert, og er nokkuð til í því. En ljóð Jónasar til Thorvaldsens eru ekki aðeins merki- leg fyrir þá sök, að þau eru einn fegursti óður, sem listamanni hefur verið sunginn, heldur vitna þau einnig um það, að öllum Islend- ingum var á þessum tíma ljóst, að þeir máttu eigna sér hann, og gerðu sér far um að halda því á loft, að hann var íslendingur. Af kvæð- um og umsögn Jónasar má einnig sjá, að Ber- tel Thorvaldsen hafi sjálfum verið ljúft að halda fram hinum íslenzka uppruna sínum, enda ber heimildum saman um, að hann hafi að jafn- aði kynnt sig sem íslending, og í Róm gekk hann tíðum meðal þarlendra manna undir nafninu Islendingurinn, il lslandese. Þegar alls þessa er gætt, má það heita furðu- legt, hversu Islendingar hafa á síðari tímum verið tómlátir um tilkall sitt til Bertels Thorvald- sens. Hvort sem hann kann að vera fæddur úti á Skagafirði, eins og skagfirzkar sagnir kváðu herma, eða í Kaupmannahöfn, verður hvorki faðerni hans né ætterni listar hans með nokkru móti véfengt, og ég ætla, að mörgum verði, eftir lestur þessarar ævisögu, Ijósara en áður, að það er óþarft fordildarleysi af Islend- ingum að afsala sér þessum ágæta landa sín- um til annarra, þegjandi og hljóðalaust. Ein- hverjir ánægjulegustu kaflarnir í riti Helga Konráðssonar eru þeir, sem fjalla um Islend- inginn Bertel Thorvaldsen og viðhorf samtíð- armanna til hans. Höfundur bókarinnar grein- ir fjölmargar og merkilegar heimildir fyrir því, að í augum þeirra var Thorvaldsen íslending- ur. Jafnvel höfuðskáld Dana, Oehlenschlager, kallar hann ,,Þór frá Islandi", en Thorvaldsen var einatt í gamni kallaður Þór meðal kunn- ingja sinna, og sjálfur hafði hann hamar Þórs í merki því, er hann gerði sér. Stórskáldið sænska, Tegnér, og þýzka skáldið alkunna, Fr. de la Motte Fouqué, ávarpa hann báðir sem Islending í kvæðum sínum. ,,Eftir að ég kynntist íslendingum, skildi ég, hví Thorvald- sen var svo fáorður og gagnorður. Það var kyn- fylgja hans frá íslenzkum forfeðrum**, — seg- ir danski rithöfundurinn Carsten Hauch, og Louis Bobé, sem ritað hefur bók um Thorvald- sen, kemst m. a. svo að orði: ,,Hetjur þær, sem hann skóp, voru gæddar mætti sögunn- ar og myndauðgi íslenzkrar arfleifðar. Sam- tíðarmenn Bertels Thorvaldsens þóttust sjá kyn- borinn niðja Sögueyjunnar, er þeir litu hann“. Svo mætti lengi telja. Hinu má ekki gleyma, að vér megum þakka guði fyrir, að gáfur og snilli Thorvaldsens björguðust undan íslenzkri fátækt og úrræðaleysi, á þeim tímum, sem vér vorum ennþá kúgaðir til að búa við harm- sárt hlutskipti þeirrar móður, sem á um það tvennt að velja að láta börn sín í hendur vanda- lausra, upp á von og óvon, eða setja þau á ,,guð og gaddinn“. — En hvað sem þjóðerni Thorvaldsens líður, og hvort sem oss gengur betur eða ver að sannfæra heiminn um það, að hann var og vildi vera íslendingur, ætti það að vera oss öllum metnaðarmál og ávinning-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.