Helgafell - 01.09.1944, Page 195
BÓKMENNTIR
353
mjög sem hann þjáist. Sjúkdómurinn hefur
að vonum mikil áhrif á hann, og viðhorf hans
til lífsins. Sjálfur telur hann, að veikindin hafi
valdið miklu um þroska sinn. Auk þess urðu
þau orsök til þess, að hann hóf ljósrannsóknir
sínar. Hann hugsar og mikið um trúmál á
þessum árum. I bréfköflum, til unnustunnar,
kynnist maður vel hugðarefnum hans og á-
hyggjum. Einhver þessara bréfa hefði kannski
mátt birta í heild, en fækka bréfaköflunum
að sama skapi, enda margir um svipað efni.
Meginkafli bókarinnar er um vísindastörf
Finsens. Frásögnin er þar sérstaklega létt og
lifandi, og framabraut hans líkust ævintýri. —
,,Sannsögli, heiðarleiki, gætni og heilbrigð skyn-
semi“, eru leiðarstjörnur hans. Hann fann mik-
il, en einföld sannindi með rannsóknum sín-
um á ljósinu og mætti þess. — Nokkurs bitur-
leika gætir hjá Finsen í garð háskólans og
læknaprófessoranna, og furðar mann á því. —
Læknastéttin og háskólinn greiddu götu hans
frá byrjun, en ríki og bær, auk ýmissa stuðn-
ingsmanna, bjuggu honum ákjósanleg ytri skil-
yrði til rannsókna og lækninga, til mikils sóma
fyrir dönsku þjóðina. — ,,Forðist allt vísinda-
legt tildur og stærilæti eins og pestina“, segir
Finsen í reglum fyrir eftirmenn sína við Ljósa-
Btofnunina. Kannski hefur hann orðið einhvers
slíks var í viðskiptum sínum við suma prófess-
orana. Sjálfur var hann lítillátur og sóttist ekki
eftir viðurkenningu sér til handa. Vera má þó,
að honum hafi sárnað, að þegar hann fékk Nó-
belsverðlaunin 1903, var læknadeildin ekki
á einu máli um að honum bæri þau.
Ekki er minna um vert síðari kafla bókar-
innar, sem lýsa Finsen sem manni. Persónuleiki
hans og skapgerð eru einstök og stórbrotin.
Langvarandi sjúkdómur hefur ekki beygt hann,
heldur þroskað hann og göfgað. Hann skilur
þá sem þjást, áhyggjur þeirra og viðhorf til
lífsins. Sjúklingar þeir, sem hann var svo ham-
mgjusamur að geta hjálpað, lúpussjúklingarn-
ir, voru utanveltu við mannfélagið. Þeir voru
holdsveikisjúklingar þeirra tíma. Hann kom
þeim á réttan kjöl. Hann græddi sár hinna
sjúku og gaf þeim nýja trú á lífið.
Síðustu dagar Finsens voru daprir, en hann
bar kross sinn með hugprýði til hinztu stund-
ar. Hann fékk styrk í trú sinni, og hann kveður
sina nánustu með þessum orðum: ,,Og svo fel
ég ykkur öll guði á vald, þar á ég við gæzku
og kærleika**.
Oll er frásögnin létt og lifandi og bókin í
heild fróðleg og skemmtileg. Lesandinn lifir
og’ hrærist með söguhetjunni og leggur ógjarn-
an frá sér bókina, fyrr en henni er lokið, þótt
sumir kaflarnir séu í lengra lagi. Mynd sú af
Finsen, sem hér er brugðið upp, er einstak-
lega heillandi. Hann er ekki aðeins frábær vís-
indamaður, heldur einnig sérstæður að göfug-
lyndi og ljúfmennsku. Það er hverju orði sann-
ara, sem dr. Claessen segir um hann í hinum
greinagóða formála sínum, ,,að höfuðið bar
ekki hjartað ofurliði“.
Góð bók er göfgandi. Þessi ævisaga Finsens
er í senn fróðleg og ágætlega rituð. Hún hef-
ur auk þéss hverjum manni boðskap að bera,
á þeim tímum haturs og samúðarleysis, sem
við lifum á. Ljóssins börn vilja þó allir vera, en
það var Finsen öðrum fremur. Allir, sem stuðl-
að hafa að útgáfu bókarinnar á íslenzka tungu,
eiga þakkir skilið.
Gísli Fr. Petersen.
Ur minningasafni
menntakonu
Thora Fri8ri\sson: DR. GRÍMUR THOM-
SEN. — ísafold 1944. 69 bls. Verð 10—.
Þátt þennan og raunar fleiri minningaþætti
hefur Thora Friðriksson skráð til íhugunar um
merka menn, sem hún hefur kynnzt um dag-
ana. Við vitum allmargt af æviatriðum Gríms
af skráðum heimildum. En sjón er sögu rík-
ari, og Thora segir vel frá atvikum. Þeim
fækkar mjög og hverfa senn, sem höfðu náin
persónukynni af hinu dula skáldi á Bessastöð-
um.
Ahrifum Byrons og Sörens Kirkegaards á Grím
stúdent í Höfn er lýst í ritinu. Þó að ég hafi
ekki sannfærzt um, að áhrifin á Grím frá
Kirkegaard hafi orðið mjög mikil, hlýtur þessi
lýsing bókmenntaumhverfisins að vekja um-
hugsun. Gerð er grein fyrir ritum Gríms í æsku,
um franskan skáldskap á fyrstu áratugum 19.
aldar (Om den nyfranske Poesi, Kbh. 1841)
og um Byron (doktorsritgerð). Afstaða Gríms
og bókmenntaskilningur eru borin saman við
afstöðu og afrek Brandesar síðar, og fer því
fjarri, að sá samanburður við stórmennið saki
Grím. Glöggskyggni Gríms og samúð gagnvart
Andersen, hinu lítilsvirta ævintýraskáldi Dana
þá, er nokkuð lýst og minnzt margs í viðhorfi
hins lífsreynda íslenzka skálds við bókmennt-
HELGAFELL 1944
23