Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Page 202

Helgafell - 01.09.1944, Page 202
360 HELGAFELL heldur upprunalega greinar af sama stofni, af sameiginlegri forntungu runnin. Engar menjar þess máls hafa varðveitzt, en með þeim rann- sóknaraðferðum, er samanburðarmálfræðingar beita, hefur þeim tekizt að gera sér allglögga hugmynd um eðli þess og einkenni og búa til mikinn fjölda orðróta, sem ætla má með sæmi- legri vissu, að það hafi haft að geyma. Á máli vísindamanna er tungumál þetta venjulega nefnt frumindógermönsk tunga eða indógermanska (Urindogermanisch, Indo-Germanic), en mál þau og málaflokkar, er af því eru runnin, indó- germönsk mál. Að áliti fræðimanna hefur hin samindógermanska forntunga verið töluð á 4. árþúsundi f. Kr., en síðan tekið að greinast á ýmsa vegu. í riti því, er að ofan getur, færir próf. Alex- ander Jóhannesson rök að því, að íslenzk tunga geymi fleiri af hinum indógermönsku orðrótum, er nú eru kunnar, en nokkurt annað indóger- manskt mál, að forngrísku einni frátalinni. Er sú niðurstaða harla merkileg frá sjónarmiði málfræðinnar. í annan stað kannar höf. þær indógermönsku orðrætur, er hann hyggur elztar og frumstæð- astar, og leitast við að komast að sem örugg- astri niðurstöðu um eðli þeirra, frummerkingu og útbreiðslu með athugun og samanburði allra orða í indpgermönskum málum, sem til þeirra verða rakin. Er þar geysimikið efni sam- an dregið og uppruni aragrúa íslenzkra orða skýrður. Setur hann þar og fram nýjar skýr- ingar á uppruna sumra hljóðskipta, er mál- fræðingar hafa eigi orðið á eitt sáttir um, hvernig skýra bæri. I sambandi við þessar rannsóknir leitast höf. við að skýra, hvernig frummaðurinn eða ,,hinn indógermanski homo sapiens hafi fyrst lært að tala“ og hvar frumheimkynni hans hafi verið. Allt frá dögum Forn-Grikkja hafa menn glímt við hina torráðu gátu, hvernig mannlegt mál hafi upphaflega orðið til, en fullyrða má, að enn sé hún með öllu óleyst. Skýringartilraun- ir höf. eru skemmtilegar og skarplegar og rök- studdar af miklum lærdómi, en á hinn bóginn virðist fremur vafasamt, að hin samindóger- manska forntunga sé svo traustur grundvöll- ur slíkra rannsókna sem höf. virðist ætla, jafn- vel þótt þær orðrætur hennar, er elztar virð- ast og frumstæðastar, séu lagðar til grund- vallar þeim athugunum. Gildar ástæður eru til að ætla, að indógermanskan hafi ekki verið neitt frummál f bókstaflegri merkingu, heldur tiltölulega mjög fullkomið tungumál, er átt hafi geysilanga þróun að baki, og því verið kom- ið óravegu frá upptökum mannlegrar viðleitni að tjá þarfir sínar, tilfinningar og hugsun í orðsins formi. Meðal sagnfræðinga og málkönnuða hafa komið fram ýmsar kenningar um það, hvar þjóð sú eða þjóðflokkur, er mælti á hina indó- germönsku tungu, hafi haft bólfestu. Þýzkir vísindamenn hafa jafnan haft forystuna í rann- sóknum á þessu sviði og lagt þar margt merki- legt til málanna, en eigi mun trútt um, eftir að hin alræmda þýzka kynþáttakenning kem- ur til sögunnar, að gætt hafi meðal sumra þeirra miður vísindalegra og næsta fjarstæðu- kenndra skoðana á þessum efnum, er lítt horfi til raungildrar lausnar þessa merkilega við- fangsefnis. Próf. Alexander hallast að hinni svonefndu norðvesturkenningu, þ. e. að Indó- germanar hafi búið í löndunum við sunnan- og austanvert Eystrasalt, en einn helzti formælandi þeirrar kenningar er hinn kunni þýzki málfræð- ingur Hermann Hirt. Hyggur prófessorinn, að uppruni og merking ýmissa orðróta, er hann hefur rannsakað mjög nákvæmlega, og mikil útbreiðsla þeirra í germönskum málum styðji þá skoðun frekar. í heild ber rit þetta dugnaði höfundarins og lærdómi glöggt vitni. Þótt það sé sérfræðilegs efnis, eru ýmsir kaflar þess þannig úr garði gerðir, að ósérfróðir menn geta haft þeirra full not og crflað sér þar margvíslegrar fræðslu um aðferðir og kenningar samanburðarmálfræðinga. Ætla má, að það hafi orðið til í sambandi við samningu íslenzkrar upprunaorðabókar (ety- mologiskrar orðabókar), er prófessorinn hefur unnið að um margra ára skeið og verða mun mikið rit og íslenzkum málvísindum væntan- lega hinn mesti fengur. Áður hafa birzt eftir hann a. m. k. sex rit, auk margra ritgerða, er öll fjalla um íslenzka og norræna málssögu eða afmörkuð svið hennar. Steingrímur Pálsson. Doktorsrit Bjarnar Sigfússonar UM ÍSLENDINGABÓK, eftir Bjöm Sig- fússon. Rvík 1944. Verð: kr. 23—. Doktorsrit Bjarnar Sigfússonar, Um íslendinga- bók, er að ýmsu leyti erfiður lestur. Sumt það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.