Helgafell - 01.09.1944, Side 206
364
HELGAFELL
LEIKSVIÐ SKÓLAPILTA 1 SKÁLHOLTI 1779
Tei\ningin er gerð ejtir uppdrœtti, sem sýnir ,,húsas\ipun í Skálholti i lok 18. aldar“. Er horjt
til karldyra jremst, útgöngudyra sl^ólapilta. Til hœgri t)i<5 dyrnar er ,,gamla borðstofa“, en til
vinstri Stóra búr. Nœsta bygging jramarlega á myndinni er Rejlas\emma, milli hennar og
Stóra búrs hefur orÓið upphœkkun milli húsgaflanna, og þar hafa sk,ólapiltar gert sér leiksvið,
annaðhvort með þvi að refta yjir upphœ\kunina eða þekja með torfi og grjóti. t ba\sýn sést,
jrá vinstri til hœgri: ,,BiskupskQmers“, ba&stofa, kandidatalojt, meistarastofa, svejnhús, sem
síðar varð sjúkrastoja skólans. Loks sér á skólann sjálfan, en þar fyrir ofan gnœfir dómkirkjan•
Myndina gerði Lárus Sigurbjörnsson.
leiklistarviðleitni, sem getur í riti dr. Stein-
gríms. Verður að fyrirgefast, að ekki verður
hér rakinn þráðurinn eins og hann gerir, heldur
aðeins bent á, að ritgerðin er í heild hin fróð-
legasta og nauðsynleg hverjum þeim, sem vill
kynnast leikritun vorri eitthvað nánar. Þó finnst
mér rétt að benda á, að bókarlokin eru nokkuð
snubbótt, þar sem hann lýkur á frásögn um Uti-
legumenn Matthíasar. Æskilegt hefði verið, að
skólapiltaleikritin hefðu öll komið í bókarlok,
eða a. m. k. fram yfir Nýársnóttina. En maður
verður að treysta því, að dr. Steingrímur fái
tíma og tækifæri til þess að segja þessa sögu
áfram.
Að lokum vil ég geta þess, að hæpið er að
rekja fyrirmyndir að Útilegumönnunum til út-
landa, hvort heldur í reyfara Marryats eða í
Álfhól Heibergs. Fyrirmyndir Matthíasar eru
einmitt alíslenzkar, hann hefur sótt þær í þjóð-
sögurnar og hefur varla þurft brýningar Sig-
urðar málara Guðmundssonar við, þótt sjálfsagt
hafi hún ekki orðið til tjóns fyrir Útilegumenn
Matthíasar.
Lárus Sigurbjörnsson,