Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Side 213

Helgafell - 01.09.1944, Side 213
BÓKMENNTIR 371 sjónleiksins, og er í sjálfu sér ekkert við það að athuga. En höfundinum mistekst hrapal- lega: Sjónleikinn skortir hinn barnslega yndis- þokka ævintýrsins, en lausn vandamálsins er vægast sagt barnaleg. Það er blátt áfram furðulegt, að í þessu leik- riti, þar sem allar persónur eru svo málóða, skuli tæplega finnast ein setning, er geymist, svo að máls verði minnst. Það skyldu þá helzt vera orð Lajlu, hinnar herteknu konungsdóttur: Líf mitt skal verða lofsöngur til þín, er minna óþægilega á orð Steinunnar við Loft: Fótatak mitt skal vera lojsöngur um þig. En annars eru orð allra persónanna jafn gatslitin, í þeim efn- um þarf enginn annan að öfunda: konungur- inn eða Barlam, Zardan, hinn góði fóstri kon- ungssonarins, eða Theodas, sem er Göbbels ævintýrsii\s. Og aldrei verða hetjur leiksins giftusnauðari en þegar þær bregða fyrir sig ljóðlistinni — slíkt flatrím hélt ég, að Davíð Stefánsson mundi ekki bjóða Islendingum. — Sjónleikurinn er svo snauður að mennilegri list- rænni hugsun, að hinn vatnsborni boðskapur krossins hjá Barlam eða rándýrskenning Kon- ungsins eru gersamlega utan gátta. Höfundurinn virðist finna til þessa og reynir því að ofbjóða lesanda og áhorfanda með því að seilast eftir efni í austurlenzka trúarsiði Baalspresta hinna fornu, og lætur skera hjartað úr ástmey kon- ungsins kvikri og gefa það goðunum að brenni- fórn — en það fer ekki einu sinni um mann hrollur. Höfundurinn er mjög andvígur þeim byltinga- mönnum, er ,,þykjast geta breytt veröldinni í einu andartaki", öskra á götunum og þyrla upp ryki. Hann er vinur hinna seinsprottnu lauka friðarins og krossins. Þó fær hann ekki annað gert en leyfa hinum undirokuðu þjóðum að hrista af sér klafa Konungsins með vopn í hönd. En meiri hluti síðasta þáttar verður eins konar friðarfundur, þar sem fulltrúar hinna sig- ursælu þjóða eru að rökræða við hið konung- lega villidýr og reyna að sannfæra harðstjórann um, að honum muni vera hollast að semja frið. Þegar konungur snýst hinn versti við og myrðir Lajlu litlu fyrir framan augun á þeim, elta þeir hann á röndum um hallargarðinn og segja: Tilboð vort er enn hið sama, herra konungur! Loks þegar konungur synjar öllum friðarkost- um, hefur höfundur ekki annað ráð en sækja eld af himni til að losna við þessa lífseigu persónu leikritsins. Og lýkur þá þessum leik svo sem vort þjóð- kunnasta Ijóðskáld komst einu sinni að orði: Hundabyssuhvellur; — tjaldið fellur. Sverrir Kristjánsson. Gunnar Benedi^tsson: — AÐ ELSKA OG LIFA: Leikrit í 4 þáttum. Útgefandi: Vík- ingsútgáfan, Reykjavík 1943. Verð: kr. 24—. Gunnar Benediktsson leggur gjörva hönd á margt, og síðasta bókin, sem út hefur verið gef- in eftir hann, mun vera leikritið Að e\s\a og lija. Einhvern tíma mun það hafa komið til tals, að Leikfélag Reykjavíkur léki það, en ekki varð úr því af einhverjum hálfdularfullum póli- tískum ástæðum. En hitt man ég, að Soffía Guð- laugsdóttir las upp úr leikritinu, og Gunnþórunn Halldórsdóttir lék Jófríði gömlu á móti henni við það tækifæri, og þótti mér töluvert til koma; að öðru leyti hefur verið hljótt um leikrit þetta. Leikritið hefst á Þingvöllum á Alþingishátíð- inni, er glæsileg stúlka af borgarastétt segir skil- ið við foreldra sína og fjölskyldu til þess að njóta ástar Atla, sem er verkamaður og komm- únisti og rekinn hefur verið úr vinnu hjá föður hennar fyrir pólitískan áróður. Það endar uppi á hanabjálkalofti, þegar Sólrún er orðin móðir að barni Atla og hin rómantíska játun ástarinnar í vorblíðu Þingvalla hefur hlotið staðfestingu eft- ir þungbæra reynslu í örbirgð og neyð, og jafn- vel hin borgaralega móðir Sólrúnar verður að játa, að svona sé það þegar maður elskar. Lífsbarátta Sólrúnar og Atla verður baráttan um það, hvort ást hinnar ungu borgaradóttur fær staðizt þá raun, sem pólitísk starfsemi Atla leggur þeim á herðar, en á næsta leiti reyna föðurhúsin og hinn borgaralegi heimur að lokka Sólrúnu aftur til lífsþægindanna. ,,Heima hjá mér er alltaf heitt“, segir Valgerður móðir henn- ar. Höfundurinn lætur ástina sigra í þessari bar- áttu tveggja skauta, þar sem Sólrún átti ekki annað val en að ,,vera ástarlaus eða matar- laus“, en sá sigur verður ekki fyrr en Sólrún skilur, að án foringjans Atla er verkalýðurinn höfuðlaus her og fær ekki sigrað. Þetta ríður baggamuninn í togstreitunni milli heitu stofunn- ar framkvæmdarstjórans og hanabjálkaloftsins. Persónur sögunnar eru flestar gallaðar frá höfundarins hendi. Atli er einspora í öllum háttum sínum og tali, og vart skiljanlegt, hvern- ig hann fær haldið ástum Sólrúnar, og ástar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.