Helgafell - 01.09.1944, Síða 232
390
HELGAFELL
ævistarfi mætustu andans manna þjóðarinn-
ar fyrir andvirði einnar flösku af víni, sem
einnig er undir verðlagseftirliti ríkisins. Sann-
leikurinn er sá, að mönnum er enn ekki orðið
ljóst, að bækur séu einu sinni nauðsynjavara
á borð við áfengi, og þess vegna taka jafnvel
sumir templarar einn whisky-sjúss langt fram
yfir heilan árgang af jafn ágætum bókmennt-
um eins og Heimilisritirm og EimreiSinni,
meðan hvorttveggja kostar svipaða fjárhæð.
*
# #
En það eru ekki bókamennirnir, sem fjarg-
viðrast mest út af verði bókanna, heldur hin-
ir, sem aðallega þekkja bækur af afspurn.
Þrátt fyrir allt fjölgar þeim mönnum, er kjósa
sér bækur að einkavinum, og íslenzkar bæk-
ur hafa eignazt marga lesendur þeirrar teg-
undar, sem Englendingar nefna confirmed
readers. Slíkum mönnum er ljóst, að jafnvel
hinar ólíklegustu bækur mega verða til yndis
og nytsemdar þeim, sem lesa þær með bók-
mannshugarfari, og þeir láta ógjarnan nokk-
uð prentað mál í bókarformi fram hjá sér fara,
að undanskildum vasabókum og tollskrám,
skáldritum Gunnars Benediktssonar, skrifstofu-
almanökum og markaskrám, því að væntan-
lega getur ekkert af þessu talizt til bók-
mennta í venjulegri merkingu. — Nú herma
síðustu fregnir, að íslendingar hafi keypt bæk-
ur og blöð á næstliðnu ári fyrir 18 milljónir
króna, og er þetta, jafnvel á íslenzkan nú-
tímamælikvarða, næsta risavaxin upphæð. —
Samt væri ekki ótrúlegt, að ýmsum þeirra,
sem nú finnst þessi tala einkar ískyggileg,
þætti gott að vitna til hennar síðar meir til
sannfæringar öllum heimi um mátt og ágæti
íslenzkrar menningar.
Að svo mæltu óskar Léttara hjal lesendum
sínum góðra bóka og gleðilegs nýárs.
T. G.
ÚR VÍSNABÓKINNI:
Mídas gerði í gamla daga
gull úr öllu nálægt sér.
Broddum vorra byggðarlaga
breytir gull í hvaS sem er.