Helgafell - 01.09.1944, Síða 238
TIL LESENDANNA
MEÐ ÞEIM heftum, sem nú koma út í einu lagi, er lokið þriðja árgangi
Helgafells. Hann er að vísu örlítið lægri að blaðsíðutali en að undanförnu,
en jafnframt hefur letursetning verið drýgri og pappír betri og myndhæfari.
Hér skal ekki fjölyrt um það fyrirheit ritstjórnarinnar að koma út fleiri heft-
um og stundvísari á nýja árinu en því sem leið, þó að þar fylgi fullur hugur
máli. En um fyrirhugað efni tímaritsins á árinu 1945 getum við látið þetta
uppskátt með vissu:
Greinaflokkarnir Listastefnur og Aldahvörf eru væntanlegir í óslitnu
áframhaldi með fjölda mynda, eins og til þessa. Allir ,,fastir“ efnisflokkar
(Bók.menntir, 1 dag og á morgun, Léttara hjal, LJndir s\ilningstrénu) halda
áfram með sama hætti og áður, en þó með þeirri tilbreytni, sem æskileg
þykir. I undirbúningi er einskonar bréfabálkur með nýju sniði, undir sam-
heitinu Sjónarmið. Ætlazt er til, að 3—4 greinar úr þeim flokki birtist á víð
og dreif í hverju hefti, hver grein ein meginmálssíða eða um 400 orð, aukfyrir-
sagnar. Hér á að vera fundið ákjósanlegt form fyrir þá, sem vilja koma á
framfæri markverðri hugmynd, fyrirspurn eða upplýsingum, í stuttu máli,
en um leið í þeim ytri búningi frá tímaritsins hálfu, að eftir slíkum röddum
verði tekið, þótt fáorðar séu.
Þá mun Helgafell birta í hverju hefti eftirleiðis smásögu, eftir innlendan
eða erlendan höfund, og gera sér far um aukið vandlæti í vali þeirra. Unn-
ið hefur verið að því að tryggja tímaritinu fleiri umsagnir um íslenzl^ar bœk-
ur og stundvísari en verið hefur, til leiðbeiningar almenningi, en aðhalds
útgefendum. Einn þáttur þessarar viðleitni mun í því fólginn, að fram-
kvæmd verði á vegum Helgafells einskonar þreifikönnun á vinnubrögÖum
þýðenda á síðustu árum, og árangurinn birtur í þessum árgangi. Vafasamara
er, en þó ekki fyrir synjandi, að sú hugmynd íklæðist veruleika á þessu ári,
að birtur verði ritdómur um síðustu Alþingis- og Stjórnartíðindi, þótt Helga-
fell hafi þegar fengið vilyrði hins færasta manns til að taka það vanrækta
ritstarf að sér framvegis. Hins vegar má vænta í árganginum fróðlegrar
ritgerðar eftir góðkunnan fræðimann um fjárveitingar Alþingis til skálda og
listamanna, síðan þær hófust, og umræður á þeim vettvangi.
Af öðrum greinum, sem Helgafell á í fórum sínum um þjóðleg fræði og
birtar verða bráðlega, má nefna Bœþur mínar eftir Þorstein Þorsteinsson
sýslumann og niðurlag hins stórmerka greinaflokks Barða Guðmundssonar,
Uppruni íslenzþrar sþáldmenntar, auk ágætra ritgerða eftir Halldór próf.
Hermannsson.
Helgafell væntir þess, að grein Þorvalds Þórarinssonar, Stefnusþrá /ýð-
Veldisins, fyrsta veigamikla ritgerðin, sem birzt hefur um framtíðarstjórnar-
skrá Islands, verði upphaf frjórra og fjörugra umræðna um þetta mál mál-
anna í árganginum 1945. Hinn trausti grundvöllur, sem lagður hefur verið
að framhaldsumræðum með grein Þorvalds, ætti að vera trygging fyrir því,