Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 239
TIL LESENDANNA
397
að aðrar greinar um málið fari ekki fram úr hóflegri lengd. Væntanlega
verður stjórnarskrármálið rætt hér frá sjónarmiði allra stjórnmálaflokkanna
fjögurra, og mun Gunnar Thoroddsen próf. taka til máls næstur. Þykir
rétt, að röð flokkanna fari hér eftir stærð þeirra á þingi.
Loks er þess að geta, að Helgafell hefur nú gert fyrstu ráðstafanir sínar
til þess að framkvæma hugmynd, sem vakað hefur fyrir ritstjórninni frá
upphafi: að fá öndvegishöfunda meðal nágrannaþjóðanna til þess að skrifa
öðru hvoru bókmenntafréttir fyrir tímaritið. — Fyrir atbeina Ólafs Jóh.
Sigurðssonar rithöfundar hefur Helgafell fengið loforð eins af fremstu bók-
menntafræðingum Bandaríkjanna um 2—3 greinar á ári um amerískar sam-
tímabókmenntir. Við höfum beðið Ólaf Jóhann að kynna lesendum Helga-
fells hinn væntanlega samverkamann þess, Manuel Komroff, og gerir hann
það í stuttri grein, sem hér fer á eftir. Má ætla, að mörgum lesanda þyki
þær upplýsingar einar nægja til þess að búast hér við góðum gesti, að Man-
uel Komroff er einn af aðalstofnendum og stjórnendum útgáfunnar Modern
Library, er gefið hefur út margt ódýrra og ágætra bóka, sem hlotið hafa
miklar vinsældir vandlátra lesenda hér á landi. — RITSTJÓRARNIR.
LEIÐRETTINGAR
Bls. 167:
— 197:
— 199:
— 204:
— 208:
— 213:
— 217:
— 219:
— 220:
— 222:
— 227:
— 230:
— 240:
— 254:
— 255:
— 257:
— 295:
sjórnarskrá, les: stjórnarskrá.
Horstrendingabók, les: Hornstrendingabók.
að verður undir, les: að verða undir.
fram fyrir, les: frammifyrir.
Kjarnasvík, les: Kjaransvík.
skapaða hlut, les: skapaðan hlut.
pólifóto, les : pólífótó.
heraÖslýsingum, les: héraðalýsingum.
En við þennan veikleika bætist, les: Ef ....
Ruglandi þá, les : Ruglandi þeirri.
Höfundarnafn: Herbert Reed, les: Herbert Read.
Sama vilía kemur víðar fyrir.
hefði orðið þar eiltf-, les: skuli ekki hafa átt.
þenna atburð, les: þessi atburður.
Fégræðgi sérdrægni. les: Fégræðgi og . . .
11. 1. a. n. þessa, les: þess.
Upp í, les: Uppi í.
reglulegum, les: reglulegan.