Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 165

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 165
ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS sem hann setur fram, eru dómar persóna hans hverrar um aðra. Ópersónulegur frásagnarháttur samfara útilokun allra huglægra þátta draums og hugarflugs gefur öllum sósíalrealistískum verkum visst sameiginlegt bókmenntagildi. I þeim öllum helzt breytileiki persónanna innan takmarka hins mannlega og er í samræmi við það þjóðfélag, sem persón- urnar lifa í: þeir beztu eru ekki hálfguðir og þeir verstu ekki djöflar. í öðru lagi eru einstaklingarnir sýndir í félagslegu um- hverfi sínu, sem hefur áhrif á gerð þeirra án þess að ráða yfir þeim í einu og öllu: konungar þekkjast alltaf frá bændum, en kóngar eru ekki allir göfuglyndir, né allir bændur skopleg fífl. Loks fer málfar per- sónanna, frá því hátíðlegasta til hins hvers- dagslegasta, aldrei út fyrir mörk þess, sem er trúleg ræða. Af þessu leiðir, að þó að hægt sé að rita sósíalrealistísk verk í bundnu máli, það er að segja ef skáldið notar blandaðan stíl eða millistíl, þá er óbundið mál hinn eðlilegi og rétti miðill, meira að segja þess konar óbundið mál, sem er eins laust og verða má við öll stirðnuð mælskuform og líkingaskrúð. Sós- íalrealismi er auðvitað ekki eina eða undir öllum kringumstæðum bezta tegund bók- mennta. Þó virðist hún ef til vill hafa þró- azt síðast og kannski vera að vissu leyti þroskuðust. Islendingasögur eru meðal sérkennileg- ustu fyrirbæra menningarsögunnar, ekki vegna þess, hve góðar þær séu, heldur vegna þess, hvers konar gæði þær hafa til að bera. Ef íslendingar miðaldanna hefðu haldið áfram að yrkja söguljóð eins og Orustuna við Maldon eða snúið sér að því að yrkja danskvæði, kann að vera, að við hefðum dáðzt alveg eins mikið að þeim, en við hefðum ekki verið eins undrandi. En það sem þeir gerðu í raun og veru, var að skapa þjóðfélagslegar raunsæisbókmenntir mörgum öldum áður en gerð var svo mikið sem tilraun til slíks í nokkru landi öðru í Evrópu, bókmenntir, sem innan sinna þröngu takmarka eru slíkar að gæðum, að aldrei hefur verið betur gert. Ef því er ekki haldið fram, að íslend- ingar hafi að óbreyttum aðstæðum þeirra hlotið að rita eins og þeir gerðu, er nokk- ur skynsemi í að íhuga, að hvaða leyti líf þeirra var frábrugðið lífi samtíðarmanna þeirra annars staðar í Evrópu. Meirihluti landnámsmanna var göfugrar ættar og hafði flutzt frá Skandinavíu, af því að þeir kærðu sig hvorki um að vera undir stjórn né stjóma sjálfir, heldur vildu vera óháðir. Þeir höfðu tekið að erfðum víkingaaldar- siðgæði stéttar sinnar, en það var ekki lengur í verkahring þeirra að berjast og leggja undir sig þjóðir. Fyrir kom, að þeir fóru í víking, en slíkir leiðangrar voru hlé á daglegum störfum þeirra við land- búnað og fiskiveiðar. Sumir áttu kannski betri og stærri jarðir en aðrir, en stórjarð- eigendur vom engir á lénsherravísu og með einkaherjum. Það er getið um þræla, en ekki um iðjulausa stétt, er teldi vinnu ósamboðna virðingu sinni. Þar eð þeir bjuggu á lítilli eyju, ekki vkjafrjósamri, fjarri höfuðstöðvum stjórnmálastarfsemi, trúarbragða og lærdómsiðkana, hlutu áhugaefni þeirra að bera blæ einangrunar og fásinnis. Allir voru meira eða minna kunnugir öllum, og heimsviðburðir vöktu minni eftirtekt en athafnir nágrannanna. Sé ætlunin að rita í anda sósíalrealisma, er augljóslega auðveldara fyrir rithöfund að ná góðum árangri í slíku þjóðfélagi, heldur en í stærra og ósamstæðara þjóð- félagi, því að sósíalrealisti er nauðbeygður til að takmarka sig við það líf, sem hann þekkir af eigin reynd. Ef hann reynir að fjalla um persónur og samfélög, sem hann þekkir ekki að gagni, lendir hann annað- hvort í troðnar slóðir eða þunglamalega, 259
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.