Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 17
Er vit t vísindum?
verið látin lönd og leið. Og með þeim orðum skulum við láta gervivísindin
lönd og leið.
III
Ég hef nú reynt að vekja yður nokkurt hugboð um vísindalega aðferðar-
fræði Karls Popper, eða öllu heldur um einn þátt uppistöðu hennar: þætt-
irnir eru miklu fleiri auk þess sem allt ívafið vantar í frásögn mína, ívafið
sem veldur því að höfuðrit hans heitir Rökfrœði vísindalegrar rannsóknar,
en ekki til dæmis Vörn fyrir vísindi. Og úr því að minnzt er á ívaf Poppers
er rétt að geta þess að raunhyggjumenn 20sm aldar hafa ofið áþekkan vef
og hann hinn fegursta í ritum sínum um rökfræði og aðferðarfræði. Þeim
vef geta þeir þakkað það að sú mynd sem ég hef brugðið upp af raun-
hyggjunni er ekki nema skrípamynd.
Þrátt fyrir þessa fyrirvara þykir mér þráðurinn sem ég hef reynt að rekja
nokkurs verður. Og hann má rekja lengra í ýmsar áttir, til að mynda að
tilraun Poppers til að bregðast við þeim vanda sem ég kenndi áðan við
siðfræði vísindanna. Popper er ekki einasta rökhyggjumaður fremur en
raunhyggjumaður í tæknilegum skilningi þeirra orða, heldur er hann líka
rökhyggjumaður í þeirri merkingu orðsins að hann er skynsemistrúar sem
við getum kallað í höfuðið á skynsemistrú 17du og 18du aldar. I siðfræði
hans hefur sannleikurinn orðið að víkja sem markmið vísindalegrar rann-
sóknar. En eftir stendur skynsemin, hin djarfa og frjálsa skynsemi sem þó
er öguð við þær reglur sem rökfræði Poppers er ein tilraunin til að lýsa.
Þessi skynsemistrú setur allan svip á þá heildarmynd vísindanna sem
Popper dregur upp í ritum sínum. Hún er mynd af opnu samfélagi skyn-
samra, hugsandi manna þar sem skilningnum fleygir fram, hvað sem þekk-
ingunni líður, fyrir þrotlausa gagnrýni þeirra á hugvitssamlegum tilgátum
hvers annars. Því að í þessu samfélagi er gagnrýni hin æðsta dyggð:
kannski hefði Popper átt að kalla bók sína Rökfrceði vísindalegrar gagn-
rýni. Oður Poppers til hinnar frjálsu gagnrýni leiðir hugann á stundum
að öðru stórmenni 20stu aldar, Maó Tse-tung sem kennir að „jafnvel þeg-
ar allt leikur í lyndi skulum við í sífellu gagnrýna okkur sjálf, rétt eins
og við þvoum okkur í framan og sópum gólf á hverjum degi,“ eins og
segir í Rauða kverinu.10 I ríki Poppers eins og Maós eiga hundrað þús-
und blóm að blómstra, og þar er gerð ný bylting í blómahafinu upp á
hvern einasta dag.
255