Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 95
Ráðherradagar Björns Jónssonar
í kónginn og þjóðina’ hann kjaptaði’ og laug
og kvaðst þeirra sanntryggur vinur;
sem skríðandi kvikindi í skarnið hann smaug
og skítugan1 endann á Danskinum saug,
en þá þótti „Landvörn” hann linur.
Hann kjaptaði um íslenzkan aumingjahátt,
við yrðum á Dönum að lafa,
vort land kvað hann fjelaust, fámennt og smátt,
á frelsi og sjálfstæði þyrftum við drátt,
sem bezt væri hjá þeim að hafa.
Svo kom hann heim aptur og kjaptaði’ og laug,
hann kvaðst hafa barizt af mætti,
en Danskinn að vinna, það væri’ ekkert spaug,
í viðureign líkastan rammefldum draug
og margt fleira’ hann þvaðraði’ og þvætti.
Og Kain og öðrum kújónum hjá
var klappað og húrrað og dansað,
en nokkrum í „Landvörn” leizt ekki á,
þeim landræmda vildu þeir helzt koma frá,
en sagt er þeir hafi sig sansað.
En heimsræmdur síðast hrökklast hann frá
fyrir hræsni, kjaptæði’ og lýgi,
og húsfrúr og bændur horfa þar á
og halda það refsidóm guðunum frá
og sveia því svívirta þýi.
Enn af dönsku bankamönnunum. Meiðyrðaþref
Laugardaginn 16. apríl kl. SV2 var miðstjórnarfundur heimastjórnar-
manna haldinn hjá Lárusi H. Bjarnason lagaskólastjóra. Var þar lagt fram
brjef Ólafs Briems, er að framan var getið og borin saman ráð sín, hvernig
skyldi fá þingmenn til að skrifa undir það eða önnur brjef líks efnis og
var niðurstaðan sú að hafa forseta alþingis með í ráðum til þess að taka
við brjefum þingmanna um aukaþingskröfu, en þingmenn minni hluta
skyldi hafa sig lítt í frammi og láta sín lítið getið við það mál. Skyldi
Jón ritstjóri Ólafsson fara daginn eptir á fund forseta efri deildar, Kristjáns
1 [skolgráan].
333