Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 107
Ráðberradagar Björns Jónssonar
að hann hefði sent Neergaard enn eitt brjef til þess [að árjetta fyrra brjefið.
Brjef þetta bað hann Aasberg skipst. á Botníu að senda fyrir sig til Hafnar
yfir England.]
Margar eru eins og vant er getgáturnar um erindi ráðherra Björns Jóns-
sonar til Danmerkur í þetta sinn, einkum af því hann fór, eins og mönnum
er kunnugt, ekki með nein lagafrumvörp. Sumir geta til að konungur hafi
kvatt hann utan til þess að fá ítarlegri skýrslur hjá honum um nauðsynina
til að fresta þinginu, sem Björn mun ef til vill hafa farið fram á í sím-
skeyti til konungs, sumir telja hann hafa farið til þess að leita sjer lækn-
inga og hressa sig, og er Guðm. Hannesson læknir hans borinn fyrir því,
að ráðherra hafi verið ófær til allra starfa; enn segja sumir, að hann hafi
farið til að segja af sjer og búa í haginn fyrir vin sinn Björn Kristjánsson,
er eigi að taka við af honum. Hafði B. Kr. gert sjer tíðförult til ráðherra
meðan hann var veikur og óverkfær, og er frú Elízabet, kona ráðherra,
borin fyrir því, að hafa sagt við vinkonur sínar, frökenarnar Thorarensen
(Onnu og Sigríði), að nú færi hún að renna grun í hvern mann B. Kr.
hefði að geyma, því að manni sínum þyngdi og hann færi ekki ofan þann
dag, er B. Kr. hefði verið hjá honum. Lögrjetta flutti þ. 28. sept. flestar
hviksögur, er gengið hafa um bæinn, um utanför og erindi ráðh. í ídýfu
Þorst. ritst. Gíslasonar.
Þann 7. okt. 1910 kom svolátandi símskeyti til Þjóðólfs frá Kaup-
mannahöfn:
Ráðherra niðurkallaður. Demissionerar ekki. Tverneitar Ritzau viðriðinn banka-
plönin. (Ráðherra kallaður utan. Biður ekki um lausn. Þverneitar þvi við Ritzau að
vera riðinn við bankaáformin).
Framkoma hans nú er beint áframhald að framkomu hans í utanförinni
1909. Þjóðólfur sendi Ritzau aptur svohljóðandi símskeyd, sem miðstjórn
Heimastjórnarflokksins eptir loforði H. H. borgaði:
Minister Jonsons Fornægtelse Befatning fremmede Bankplaner uefterrettelig. Havde
accepteret Posten som Æresformand Franskebanks Bankeraad udnævnt er Bestyrelses-
medlem, udstedt Anbefalinger betegnende Foretagendet Islands störste Velfærds-
sag, lovet overlade Banken Landskassens Hypothekobligationer. Engelsk Bank
ifölge Prospectus Concession allerede given.
Thjodolfur.
Presse Ritzau. Köbenhavn.
Franski konsúllinn Brillouin hafði einnig sent andmælaskeyd, en það
345