Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 100
Tímarit Máls og menningar
Sama dag síðdegis gaf ísafold út svolátandi fregnmiða um undirskript
Jósefs Björnssonar:
Fregnmiði frá ísafold 6. júní 1910
Sýnishorn
af ráðvendni Heimastj.(!)-blaðanna.
Tala hinna þjóðkjörnu þingmanna sem skora á ráðherra að boða til aukaþings
hefir af Heimastjórninni verið marin upp í eina 15 af 34 þingmönnum alls, meðal
annars með því ráðvendnisbragði (!) að telja Jósef Björnsson alþingismann Skag-
firðinga í þeirri tölu.
Hve vel fengið nafn hans er, má ráða af símskeyti því, er hann sendi „Isa-
fold“ í dag. Það hljóðar svo (leturbreytingar vorar):
Að gefnu tilefni lýsi eg undirritaður yfir því, að eg hefi enga bendingu né
kröfu gert um aukaþing út af bankamálinu aðra en þá, sem afgreidd var af
okkur þingmönnum sýslunnar á fundinum á Sauðárkrók, samkvæmt ályktun þess
fundar, er eg áleit mér skylt að fylgja, eins og eg enn finn mér skylt í þessu
máli að gera það eitt, sem meiri hluti kjósenda minna vill. En nú efast ég um, að
hann óski aukaþings eftir að skýrslur eru fram komnar um málið.
Vatnsleysu 5. júní 1910.
Jósef Björnsson,
2. þingm. Skagfirðinga.
Það sést á símskeyti þessu, að eins og nú horfir máli við vill þessi þingmaður alls
ekki fylgja fram aukaþingsáskorun, og því heimildarlaust að nota nafn hans eins
og gert hefir verið.
Eptir ráðstöfun ráðherra eða fylgifiska hans var Kristján Gíslason kaupm.
á Sauðárkrók, einnig nefndur krónpeli, sendur til þess að kristna Jósef.
Um kvöldið sama dag (6. júní) sendu Lögrétta, Reykjavík og Þjóðólfur
út fregnmiða sem þau nefna:
Leiðbeining
frá
Lögréttu, Reykjavík og Þjóðólfi
þar sem rök eru leidd að því, að „Fregnmiði Isaf. í kvöld er ekki annað
en tilraun til að blekkja almenning.“ (Sjá nánara um það blöð þessi og
nefndan fregnmiða).
Hinn 7. júní var miðstjórnarfundur haldinn hjá Jóni alþingismanni frá
Múla. Þar var fastráðið að senda dönskum blöðum gegnum fulltrúa Ritzaus
hjer, dr. Björn Bjarnason, skeyti um áskorunina til ráðherra. Tókst Þorl. H.
Bjarnason á hendur að útverka það við dr. Björn, og fór svo að Björn
338