Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 87
Ráðherradagar Björns Jónssonar
þess að nokkru orði væri breytt eða haggað. Þá voru og aðgönguseðlarnir
tvítaldir af Þorleifi H. Bjarnason og Jóni Jakobssyni, og trúboði Davíð
Ostlund aðstoðaði við talninguna á 2 fyrstu fundunum. Má það telja full-
víst, að alls og alls hafi á öllum fundunum um 8001 kjósendur greitt
atkvæði með aukaþingi og vantraustsyfirlýsingu til þingmanna Reykjavík-
ur; en atkvæði þau sem Lögrjetta telur umfram eru ekki alls kostar ábyggi-
leg, því að nokkrir menn fengu aðgöngumiða að fundunum í Goodtemplar-
húsinu, sem fundust ekki á kjörskrá, en höfðu rjett til að standa þar, að
því er þeir sem rannsökuðu kjörskrána töldu víst. Var það við samanburð
aðgönguseðlanna og kjörskrárinnar bert, að þeir sem afhentu aðgöngu-
miðana höfðu með þessu móti veitt um 30-40 manns aðgöngumiða, sem
ekki stóðu á kjörskrá.
Stjórnarliðar hugsuðu hins vegar ekkert um kjósendur eða kjósendatöl-
una, heldur að eins um að fylla húsið og sagði fyrsti þingmaður þeirra
Jón Þorkelsson það með berum orðum við mann einn úr Heimastjórnar-
flokknum, sem hann afhenti tvo seðla annan með nafni en hinn nafn-
lausan.
Fundir heimastjórnarmanna fóru fram með mestu reglu og siðprýði og
án nokkurra æsinga, eins og við var að búast, þar sem allur þorri sjálf-
stæðra og stilltra kjósenda sótti þá fundi. En af framkomu manna á fund-
um stjórnarliða gengu ýmsar miður fagrar sögur, sem eg hirði ekki um að
greina hjer, af því eg var þar ekki sjálfur.
Miðvikudagskveldið þ. 9. febrúar var Ritzausbureau sent skeyti um fund-
inn, að undirlagi L. H. Bjarnason. Skeyti þetta sá eg ekki sjálfur og hefi
því ekki tekið afskript af því, en mun síðar taka það upp eptir dönsku
blöðunum. Þá voru og Norðra og Vestra send skeyti um fundina og af-
greiddi Jón alþingismaður frá Múla þau fimmtudagsmorguninn þ. 10.; sjá
blöð þessi, sem komu út næstu dagana þar á eptir.
Greinar Isafoldar 10. febr. 1910, Falsskeyti minnihlutans og Botnvörpu-
sektirnar, eru einhverjar hinar ósvífnustu lygar og rangfærslur, sem birst
hafa í því málgagni. Ræða ráðherra, sem prentuð er í sama blaði, ber þess
vott; og grein Hannesar Hafsteins, sem prentuð er í Lögrjettu samdægurs,
Ráðherrann fer með ósannindi, tekur af öll tvímæli.
Þann 11. febr. ljet Hannes Hafstein stefnuvottana færa Isafold grein
til birtingar. Olafur Rósinkranz tók við greininni og sagði að hún mundi
1 Þar voru 877/LHBj.
325