Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 113
RáÖherradagar Björns Jónssonar
Konungkjömu þingmennirnir: Mótmæla firrunni um að kjörtími þeirra sje
útrunninn að eins vegna þriggja þinga setu.
Hafnarstjórnin nýja: Mótmæla þeim flutningi stjórnarinnar til Kaup-
mannahafnar sem ráðherra hefir haft í frammi.
Gceslustjóramir: Krefjast fullrar uppreisnar fyrir gæslustjóra landsbankans,
sem ráðherra ranglega vjek frá.
Vantraustsyfirlýsing til ráðherra.
Um þingmálafundi þá fyrir Reykjavíkurbæ, sem haldnir voru dagana
24.-27. janúarm. 1911, hinn fyrsti í Iðnaðarmannahúsinu og hinir 3 í
Báruhúsinu niðri, vísast til heimastjórnarblaðanna (einkum Þjóðólfs, sem
flutti ítarlega og áreiðanlega skýrslu af fundunum, og til frjettamiða þeirra
er út voru gefnir). Sigur heimastjórnarmanna er í raun rjettri miklu meiri
hjer í bæ en atkvæðatalan í hinum ýmsu málum sýnir, því að bæði undir-
bjuggu sjálfstæðismenn og landvarnarmenn einir fundina og drýgðu kjós-
endaatkvæði sín á sumum fundunum með atkvæðum ókosningabærra
manna, og svo gátu heldur ekki allir heimastjórnarmenn heldur neytt at-
kvæðisrjettar síns vegna stirðleika þeirra manna, sem áttu að afgreiða að-
göngumiðana. Var mjer kunnugt um tvo menn sem voru í marga tíma að
rekast á milli skrifstofa sjálfstæðismanna og heimastjórnarmanna og
borgarstjóra og bæjarfógeta til þess að sanna, að þeir stæðu á kjörskrá og
ætti heimtingu á aðgöngumiða.
Frammistaða þingmanna Reykvíkinga á fundunum, en þó einkum Jóns
dr. Þorkelssonar, var ákaflega bágborin; hann byrjaði fyrsta fundinn með
stökum hrottaskap og ósvífni en varð svo mjúkur eins og lunga í fundar-
lok til þess að komast hjá vantraustsyfirlýsingu, og naut hann Magnúsar
Blöndahls samþingismanns síns, að ekki báru þeir Lárus, Eggert Claessen
eða Þorleifur upp vantraustsyfirlýsingu til þingmannanna. Framsaga og
vörn annarra sjálfstæðismanna á fundunum var og að sögn veigalítil og
hjá sumum (Ingvari Sigurðssyni, Möller í Landsbankanum og jafnvel Jóni
Þorkelssyni) strákleg, stóryrt og flónsleg. Að heimastjórnarmenn drógu
heim sigurinn á fundum þessum, var fyrst og fremst að þakka kjósenda-
félaginu Fram og L. H. Bjarnason, formanni þess. Samdi Lárus hjer um
bil einvörðungu allar tillögur þær, sem heimastjórnarmenn báru upp á
fundunum, og ljeði jafnvel sumum flutningsmönnum tillagnanna (svo sem
á fyrsta fundinum málaflutningsmanni Claessen og lagaskólakennara Ein-
351