Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 110
Tímarit Máls og menningar
það einn sera forseti sameinaðs þings, og varð þá ekkert úr því. Annars
var Skúli fylgjandi því, að þing yrði haldið á reglulegum tíma, en kvaðst
ekki sjá neitt ráð til að styðja það.
Á síðari fundinum, þann 27. okt. hjá Jóni frá Múla var afráðið að Lög-
rjetta og Reykjavík skýrðu í næsta blaði (þ. 29. okt.) frá þingfrestunar-
braski Björns, og var ritstjórunum bent á atriði í fyrnefndum brjefum,
sem mætti birta og leggja út af. Þá skýrði L. H. Bjarnason frá því, að
Pjetur Zóphóníasarson ritstjóri Þjóðólfs væri eptir frásögn Jóh. Kristjáns-
sonar að eins rjett ókominn undir manna hendur fyrir skuldir og óráð-
vendnislega meðferð á annara fje1 og mundi vera hægt að fá Þjóðólf
fyrir nokkurn veginn verð, og var samþykkt að fara á stúfana og leita
undirtekta efnaðri heimastjórnarmanna til þess að kaupa blaðið og halda
því úti. Kom til tals eptir uppástungu Þ. H. Bjarnason að slá Þjóðólfi og
Reykjavík saman og setja duglegan ritstjóra fyrir blaðið; nefndi hann Odd
Hermannsson sem líklegt ritstjóraefni, sem mundi ef til vill fáanlegur.
Vera má að mótmælasímskeyti þingmanna Arnesinga, sem vikið var á
hjer að framan, verði heldur til þess að spilla en bæta fyrir þingfrestunar-
braski ráðherra. Nous verrons!
Þann 30. okt. kl. 4.15 kom opinbert skeyti til landritara, að þing skyldi
byrja á reglulegum tíma, þann 15. febrúar. Nú eru taldir stjórnardagar
Björns ráðherra úr þessu, væntir mig.
I brjefi, dags. Khöfn 4. nóv. 1910, frá manni sem er vel kunnugt um
allt, sem gerist á hæstu stöðum, er komist svo að orði:
Alþingi kallað saman, eins og þjer víst hafið heyrt, og jeg get trúað yður fyrir
því, að þingfrestun neitaði konungur einbeittlega, en Björn bað um, að láta það
ekki berast út; var eins og lunga. Þetta er absolut leyndarmál. — En einhvern
tíma opinberast máske allt. Björn er veginn og léttvægur fundinn hjer af þeim
sem hafa stýrissveifina í sínum höndum; hann er ekki hættulegur hjer framar.
Heima er það ykkar blaða verk að gæta hans.
24. nóv. var miðstjórnarfundur haldinn hjá Hannesi Havstein til þess
að ræða um þingmálafundarsamþykkt Keflvíkinga um skilning fundarins
á 14. gr.2 stjórnarskrárinnar, er lýtur að því, hvernig alþingissetu konung-
1 Ekki rjett. LHB.
2 Benda má á skilning Jóns Sig. á þessari grein, Andvara I, 123. bls.; hefir hann
þar sem optar sjeð lengra nefi sínu um þýðing greinar þessarar fyrir stjórnina.
(ÞHB).
348