Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 35
Um fátcektina og vorið
er líklega voldugasta aflið í heiminum. Blómstur og silki, litir og ljós,
við liðum saman, þá hrundi rós. Svo kvað Hulda, fyrsti gróður vors nýj-
asta skóla; og sá sem hún leið með greip rósina og sagðist vilja geyma
hana unz kalda gröfin ætti að hylja hann. En hún hugsaði aldrei um þá
stund, hann átti rósina að hinzta blund. Ég get um þetta til að sýna and-
stæðurnar: konur á karbættum skinnskóm og í skörnugum pilsum, og
þeim skeikaði aldrei í því að setja saman setningu svo að hún yrði nokk-
urnveginn áheyrileg, já, meira en það, ég held brjóstið í mér hafi drukkið
lækningu úr tali þeirra; hinsvegar þessi fræga skáldkona að norðan ófeimin
við að láta sjást eftir sig á prenti (en ég held konurnar mínar hafi verið
hálffeimnar innan um fólk, sem von var, slíka skó sem þær voru vanar
að dragast með á fótunum), að endingu verðlaunuð fyrir bezta kvæðið
eða næstbezta þegar lýðveldið var stofnað. Hún kom með þennan þýða
andvara af ást og elskusemi sunnan úr þeim heimi þar sem gengið var á
betri skóm, og hafði þó varla komizt út fyrir dalinn sinn fagra með lækj-
unum, en um hann kvað hún fögur ljóð alla ævi.
Þar kom að oss innrættist hræðsla við að láta sjást í beran kropp (en
trúna á guð var engin leið að innræta mér), og ekki mátti heldur sjást
nema alklæddur í þær druslur sem fyrir hendi voru: götótta skó, prjónaða
sokka, sniðlausa bómullarkjóla, og kom sér nú vel að nýja húsið var komið
með 9 herbergjum auk kjallara, svo ætíð mátti hafa afdrep við að klæða
sig eða þvo sér upp úr vaskafati (bað var auðvitað ekki), en gamla fólkið
var ekki mikið að hafa fyrir því að þvo sér, nema svolítið í framan stöku
sinnum, en þarna í þessari hreinu eyðimörk gerði þetta víst minna til,
og þó veit ég ekki, ég kem seinna að kaflanum um pestirnar.
Tabúin gerðu mig logandi hrædda, ærðu mig vesaling hálfsprottinn.
Fjarskalega urðu allir dagar daprir, og ekki annað en saltfiskur á borðum
og hann af lakara tagi. Ef kartöflur voru hafðar, þótti sjálfsagt að sjóða
þær í mauk. Þær kunnu víst ekki mikið til eldamennsku þessar konur. Og
svo kom kuldinn, læsti sig upp eftir fótunum, eyðilagði mig. Hvernig
stendur á því, að ég er ekki dauð fyrir löngu? Ur leiðindum og hræðslu,
ef ekki öðru?
Ekki má ég hlaupast svo frá efninu, að ég lýsi ekki fátæktinni eins og
hún vitraðist mér, að hálfu forynja, sífellt búin til að smána mig. Að
réttu lagi bar mér að híma í plássleysinu, reyna að gera svo lítið úr mér
1 8 tmm
273