Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 53
Káta Lovtsa
vesaldarlega á skemli sínum og horfði nábleikur og skælbrosandi í kring-
um sig um leið og hann stamaði:
„En herra trúr ... ég ... hvernig ætti ég ... ekki eins og ... nei, fyrir-
gefið mér ...“
Alfreð Láutner var sýnilega um og ó. Hann var orðinn svolítið rjóður
í vöngum, teygði fram höfuðið og horfði rannsakandi og ringlaður í augu
húsfreyjunnar.
En Amra sat kyrr í sömu stellingum og hélt áfram í jafn myndugleg-
um tóni og fyrr:
„Og raunar ættir þú Kristján að syngja lag eftir herra Láutner. Hann
getur leikið undir fyrir þig á píanó. Þetta verður langbesti og áhrifaríkasti
endirinn á veislunni.“
Það varð þögn, lamandi þögn. Þá gerðist allt í einu það óvænta að herra
Láutner steig fram eitt skref og byrjaði að tala, eins og af skyndilegri
hrifningu eða innblæstri:
„Svei mér þá, herra málflutningsmaður, ef ég er eklci til í tuskið. Eg
er reiðubúinn að semja eitthvað handa yður... Þér verðið að syngja það..
Þér verðið að dansa það... Það er eini hugsanlegi hápunkturinn á þessari
veislu. Sannið þið til. Sannið þið til - þetta verður það besta sem ég hef
nokkurn tíma gert eða á eftir að gera... I rauðum silkikjól! Oh, eigin-
kona yðar er listræn, sannarleg listakona! Henni hefði ekki annars dotdð
þetta snjallræði í hug! Samþykkið nú þetta, ég sárbæni yður. Látið nú
einu sinni undan! Eg klambra einhverju saman. Sannið þið til, mér mun
takast upp...“
Við þessa ræðu losnaði um málbeinið á fólki. Og hvort sem það var
nú af mannvonsku eða kurteisi, byrjuðu allir sem einn að nauða í mál-
flutningsmanninum. Jafnvel frú Hildebrandt gekk svo langt að segja
með sinni sterku Brynhildarraust: „Herra málflutningsmaður, þér sem eruð
annars svo kátur og skemmtilegur!“ En málflutningsmaðurinn, sem enn
þá var þó nokkuð fölur, sagði með allri þeirri einbeitni sem honum var
léð:
„Heyrið mig nú, gott fólk, — hvað ég vildi sagt hafa. Eg er ekki hæfur,
trúið mér. Eg hef litla kýmnigáfu, og þar fyrir utan ... í stuttu máli:
Þetta er því miður óhugsandi.“
Hann hélt fast við þessa afstöðu, og þar sem Amra lagði ekki oftar orð
í belg, heldur hallaði sér annars hugar aftur á bak í sófann og herra
Láutner var niðursokkinn í að virða fyrir sér mynstrin í gólfbáreiðunni,
291