Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 13
Er vit í vísindum?
ekki vita, beita skynseminni en ekki skynfærunum. Við hann eiga kröfur
raunhyggjunnar um vísindalega aðferð ekkert erindi: Þær hæfa þeim ein-
um sem safna vilja fróðleik um aðskiljanlegar staðreyndir á sem flestum
og víðustum sviðum. Og þótt fruntaleg sé er þessi hugmynd um vísindi
ekki ímyndun ein: það má meðal annars ráða af jafn hversdagslegum hlut
og þeim hvernig námsefni og próf breytast í fræðigreinum sem verða að
vísindum, eins og til að mynda líffræði hefur smám saman orðið á hundr-
að árum. Fyrir stúdent sem lagði stund á líffræði fyrir hundrað árum var
einkum sett að afla sér gífurlegs fróðleiks um jafnvel hin smæstu atriði
hinnar lifandi náttúru. Hann átti að kunna skil á tegundum jurta og dýra,
samkennum þeirra og sérkennum, gerólíkum líffærum þeirra smáum og
stórum og margvíslegum störfum þessara líffæra. Þessi fróðleikur var sama
eðlis og sá sem enn er lagt á læknastúdenta, að minnsta kosti í Háskóla
Islands, að læra utan að og romsa upp úr sér á prófi. Um líffræðistúdent
á okkar dögum gegnir í flestum tilvikum öðru máli. Hann er einkum
látinn Iesa bækur um hin sértækari fræði í stað hinna eldri fróðleiks-
doðranta, mikla efnafræði og nokkra eðlisfræði og stærðfræði. Og hann
nýtur, ef vel á að vera, mikillar verklegrar kennslu. Og þessi verklega
kennsla er ekki fólgin í því að sýna honum þresti, minka og holtasóleyjar
á náttúruskoðunarferðum, heldur í hinu að kenna honum á hvers konar
tæki á rannsóknastofu. Aherzlan er ekki lögð á fróðleik sem hann getur
aflað sér af bókum eða eigin raun, heldur á tækni sem hann á að tileinka
sér: bæði rannsóknatækni svo sem meðferð ýmiss konar mælitækja og
reikningstækni sem gerir honum kleift að draga ályktanir af niðurstöðum
mælinga sinna.10 En svo menn haldi ekki að með þessum töluðum orðum
um mælingar og útreikninga sé ég að boða hóflausa trú á efnisvísindin
ein saman þá er rétt ég minni á það að skynseminni má sem betur fer
beita víðar en á rannsóknastofum. Sá boðskapur Poppers sem ég er að
reyna að koma orðum að á ekki síður erindi við sálfræðinga og hagfræðinga,
málfræðinga og sagnfræðinga en sérfræðinga um dauða hluti. Sigurður
Nordal segir í forspjalli að Islenzkri menningu að „Islendingar viti of
mikið um sögu sína í hlutfalli við það, sem þeir skilja1.11 Við þessi orð
er því einu að bæta, hygg ég, að Islendingar kunni að vita of mikið um
alla hluti í hlutfalli við það sem þeir skilja.
En sleppum því. I stað fróðleikssöfnunar eða aðleiðslu gerir Popper
hugkvcemni í kenningasmíð að fyrsta boðorði vísindalegrar aðferðar. Vís-
indalegar kenningar eru þá öllu öðru fremur, eða eiga að vera, tilgátur,
251