Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 84
Tímarit Máls og menningar
Zahle hafa gefið þessa yfirlýsingu í Þjóðþinginu, af því hann mun hafa
sjeð fyrir í hvert óefni væri komið fyrir Birni, og því viljað heldur greiða
fyrir fráför hans.
Þann 5. s. m. kl. 2.10 e. h. átti eg samtal við Kr. Jónsson háyfirdómara
á heimili hans. Hann gat þess að það væri þungar horfur fyrir sjer á Akra-
nesinu, því að pólitískur flokksrígur væri þar svo ríkur, en þó mundi Björn
Jónsson ekki eiga þar neina ákveðna fylgismenn. Hann gat þess, að aldrei
hefði orðið tilrætt um það á þeim flokksfundum meiri hlutans, er hann
hefði verið á, að Bjarni Jónsson yrði viðskiptaráðanautur; maður einn í
Reykjavík hefði fyrstur orðið til þess að hreyfa því á fundum, sem meiri
hluta þingmenn í Reykjavík hefði haldið í fyrra, að skipaður yrði við-
skiptaráðanautur; hefði menn þá haft augastað á Birni Sigurðssyni, en
síðan hefði Bjarni farið að viðra sig upp við ráðherra. Hann kvað Bjarna
ekki átt að hafa nein pólitísk erindi af hendi flokksins, en gefa erlendum
mönnum viðskiptaleiðbeiningar í viðskiptum við Islendinga og fræða menn
um Island og hagi þess og halda uppi andsvörum fyrir Island og Islend-
inga, ef þörf á gerðist. Hann kvaðst og ekki hafa verið á flokksfundi, er
samþykkt hefði verið að fresta alþingi 1911 fram í maí. En sjer hefði
síðar verið tjáð, að einhver samþykkt um frestun þingsins hefði verið af-
ráðin á flokksfundi. Hann kvaðst mundu hafa andmælt henni, ef hann
hefði verið staddur á fundi. Hann kvaðst einnig, er skeyti hefði borizt
hingað um að ráðaneytisbreyting hefði orðið í Danmörku og Zahle tekið
við, hafa sent Birni fyrir munn annars manns, því að sjálfur hefði hann
þá verið hættur að tala við Björn sakir bankaskæranna, orðsending um,
að hann yrði að fara utan hið allra bráðasta, en Björn hefði virt ráð þetta
að vettugi.
Laugardaginn 5. febrúar var fundur haldinn í Fram í húsi Kristilegs
ungmennafjelags, til þess að búa undir kjósendafundi í Reykjavík. Hafði
miðstjórnin búið út tillögur, er samþykkja skyldi á kjósendafundunum, en
ekki voru þær bornar upp á undirbúningsfundinum. Tillöguna um auka-
þing samdi Jón alþ. Olafsson; hljóðaði hún svo:
Af því að nú er eigi lögleg gæslustjórn starfandi í Landsbankanum; af því að
óröskuðum úrskurði dómsvaldsins er ekki hlýtt, og af því að Alþingi eitt hefir
vald til að heimta öll skjöl og skilríki í bankamálinu og til að koma bankanum
í löglegt lag, þá krefjast alþingiskjósendur í Reykjavík þess, að kvatt verði til
aukaþings, er haldið verði svo fljótt sem auðið er í sumar.
322