Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 84
Tímarit Máls og menningar Zahle hafa gefið þessa yfirlýsingu í Þjóðþinginu, af því hann mun hafa sjeð fyrir í hvert óefni væri komið fyrir Birni, og því viljað heldur greiða fyrir fráför hans. Þann 5. s. m. kl. 2.10 e. h. átti eg samtal við Kr. Jónsson háyfirdómara á heimili hans. Hann gat þess að það væri þungar horfur fyrir sjer á Akra- nesinu, því að pólitískur flokksrígur væri þar svo ríkur, en þó mundi Björn Jónsson ekki eiga þar neina ákveðna fylgismenn. Hann gat þess, að aldrei hefði orðið tilrætt um það á þeim flokksfundum meiri hlutans, er hann hefði verið á, að Bjarni Jónsson yrði viðskiptaráðanautur; maður einn í Reykjavík hefði fyrstur orðið til þess að hreyfa því á fundum, sem meiri hluta þingmenn í Reykjavík hefði haldið í fyrra, að skipaður yrði við- skiptaráðanautur; hefði menn þá haft augastað á Birni Sigurðssyni, en síðan hefði Bjarni farið að viðra sig upp við ráðherra. Hann kvað Bjarna ekki átt að hafa nein pólitísk erindi af hendi flokksins, en gefa erlendum mönnum viðskiptaleiðbeiningar í viðskiptum við Islendinga og fræða menn um Island og hagi þess og halda uppi andsvörum fyrir Island og Islend- inga, ef þörf á gerðist. Hann kvaðst og ekki hafa verið á flokksfundi, er samþykkt hefði verið að fresta alþingi 1911 fram í maí. En sjer hefði síðar verið tjáð, að einhver samþykkt um frestun þingsins hefði verið af- ráðin á flokksfundi. Hann kvaðst mundu hafa andmælt henni, ef hann hefði verið staddur á fundi. Hann kvaðst einnig, er skeyti hefði borizt hingað um að ráðaneytisbreyting hefði orðið í Danmörku og Zahle tekið við, hafa sent Birni fyrir munn annars manns, því að sjálfur hefði hann þá verið hættur að tala við Björn sakir bankaskæranna, orðsending um, að hann yrði að fara utan hið allra bráðasta, en Björn hefði virt ráð þetta að vettugi. Laugardaginn 5. febrúar var fundur haldinn í Fram í húsi Kristilegs ungmennafjelags, til þess að búa undir kjósendafundi í Reykjavík. Hafði miðstjórnin búið út tillögur, er samþykkja skyldi á kjósendafundunum, en ekki voru þær bornar upp á undirbúningsfundinum. Tillöguna um auka- þing samdi Jón alþ. Olafsson; hljóðaði hún svo: Af því að nú er eigi lögleg gæslustjórn starfandi í Landsbankanum; af því að óröskuðum úrskurði dómsvaldsins er ekki hlýtt, og af því að Alþingi eitt hefir vald til að heimta öll skjöl og skilríki í bankamálinu og til að koma bankanum í löglegt lag, þá krefjast alþingiskjósendur í Reykjavík þess, að kvatt verði til aukaþings, er haldið verði svo fljótt sem auðið er í sumar. 322
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.