Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar
flutningamaður með handvagn eftir götunni og ók öðru hjólinu yfir fót-
inn á honum. Þegar maðurinn stansaði og sneri sér við, stóð málflutnings-
maðurinn kyrr á götunni, náfölur og titrandi í vöngum, tók djúpt ofan
hattinn og stamaði: „Fyrirgefið mér!“ - Slíkt er naumast einleikið... En
þessi sérkennilegi risi virtist sí og æ angraður af slæmri samvisku. Og þegar
hann birtist með eiginkonu sinni á Lævirkjastræti, aðalgöngugötu borgar-
innar, gaut hann augunum sífellt í kringum sig, heilsaði og buktaði af
slíkum ákafa að það var engu líkara en hann væri að biðjast afsökunar á
því að eiga þessa fallegu konu sem gekk með svo töfrandi hreyfingum við
hlið hans. Og vesaldarlegt brosið á vörum hans virtist næstum grátbiðja
fólk að gera nú ekki gys að honum
2
Það var imprað á því hér á undan, hvers vegna í ósköpunum Amra
hefði gifst málflutningsmanninum. Það verður víst að Uggja milli hluta.
Frá hans hlið var málið einfalt; hann elskaði hana svo heitt að þess
munu fá dæmi um menn af hans líkamsstærð, elskaði hana af þeirri undir-
gefni og ótta sem fyllilega samsvaraði eðli hans. Oft á kvöldin þegar
Amra var gengin til hvílu í stóra svefnherberginu með háu gluggunum
og rósóttu gardínunum, gekk málflutningsmaðurinn svo hljóðlega að sterk-
legu rúminu að fótatak hans varð ekki greint, heldur aðeins titringurinn
á gólfinu og húsgögnunum. Hann kraup á kné við rúmstokkinn og greip
undur varlega um hönd konu sinnar. Þegar svo bar við dró Amra brún-
irnar lóðrétt upp á ennið og virti tröllslegan eiginmann sinn fyrir sér í
daufri skímu náttlampans, með munúðarfullri meinfýsi í svipnum. Þá
strauk hann klunnalegri, skjálfandi hendi náttskyrtuna frá armi henn-
ar og lagði feitt, þunglyndislegt andlitið að þrýstnum handleggnum
við olnbogabótina, þar sem bláar æðar lýstu gegnum gulbrúnt hörundið.
Og hann tók að tala lágum rómi: „Amra,“ hvíslaði hann. „Elsku Amra
mín! Er ég að trufla þig? Ertu nokkuð farin að sofa? Drottinn minn, ég
hef í allan dag hugsað um hve fögur þú ert og hve mjög ég elska þig! ...
Taktu nú eftir því sem ég ætla að segja þér - það er svo erfitt að koma
orðum að því... Eg elska þig svo mikið að stundum fæ ég fyrir hjartað
og veit eldci hvað ég á af mér að gera. Eg elska þig meira en ég fæ af-
borið! Líklega skilur þú þetta ekki, en þú trúir mér og ég bið þig að sýna
mér þakklæti fyrir það - því sjáðu til, slík ást hefur sitt gildi í lífinu...
286