Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 111
Ráðherradagar Björns Jónssonar
kjörinna þingmanna sje varið. Þótmst miðstjórnarmenn nokkurn veginn
vissir um, að þessi samþykkt Keflvíkinga væri runnin frá flokksstjórn
sjálfstæðismanna og skyldi ef til vill borin upp á fleiri þingmálafundum
til þess að styðja málstað Björns ráðherra, er hann færi þess á leit við
konung að útnefna nýja konungkjörna þingmenn. Hannes Havstein sagði
mjer þá undir rós og síðan berum orðum niður í banka þann 28., að
hann hefði skrifað Neergaard ráðherra um þessa væntanlegu fyrirætlun
ráðherra og flokks hans og skýrt Neergaard frá hversu þessi skilningur
væri í öllum greinum fjarstæður. Þá var og Jóni Jónssyni frá Múla falið
að tala við lögfræðinga helzm í Rvík og bera undir þá þenna skilning
sjálfstæðismanna á 14. gr. og skýra síðan heimastjórnarblöðunum frá hvað
þeir segðu. Smtt ágrip af áliti þeirra skyldi síðan sett í Reykjavík og Lög-
rétm. Þ. H. Bjarnason var falið að skrifa Olafi verzlunarst. Davíðssyni á
Isafirði og biðja hann að sjá um, að Vestri kryfi mál þetta rækilega, og
skrifaði Þorleifur Olafi. Grunsamt er, að H. H. bæti ekki mjög fyrir Birni
Jónssyni með brjefaskiptum sínum við Neergaard, en aldrei hefir verið
neitt talað um þau bréfaviðskipti á miðstjórnarfundum og efasamt hvort
miðstjórnarmenn vita nokkuð um þau, nema ef til vill að Hannes Hav-
stein hefir nokkrum sinntim skifst á brjefum við Neergaard um núverandi
pólitík stjórnarinnar og flokks hennar.
Þann 15. des. sagði Hannes Hafstein mjer eptir brjefi frá B. M. Olsen
eptir Krieger kabinetsekretair konungs, að ráðherra hefði, þegar hann kom
apmr til Khafnar frá Englandi, farið þess á leit, að konungur útnefndi
nýja konungkjörna þingmenn, en konungur hefði tekið þvert fyrir það.
Hefði ráðherra þá mælst til, að umleitan sín yrði látin liggja í þagnargildi,
og honum verið heitið því, að svo skyldi vera. Hvað mun hann nú taka
til bragðs til þess að losna við þá konungkjörnu?
Stefnumál heimastjómarmanna. Þhngmálafundir í Reykjavík
ísafold flutti miðvikudaginn 21. des. 1910 svæsna og vitlausa grein
Samir við sig. Ráðgjafi og skilnaðurinn. „Köllun“ ráðgjafa. I grein þessari,
sem á að vera leiðrjetting á skeyti til Lögrjettu (nr. 62, 21. des. 1910)
símað frá Khöfn 17. þ. m. svohljóðandi: „Ráðherra talaði í Atlantseyja-
fjelaginu og mótmælti gersamlega skilnaðarstefnunni." I Isafoldargrein-
inni er sagt, að hún hafi spurzt fyrir í Höfn um ræðu ráðgjafa og fengið
þetta svar: „Hann taldi líklegt, að á nœsta alþingi yrði eigi meiri hluti
349