Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar í ljúfa löð og dagskráin virtist þegar fullráðin, þegar Witznagel meðdóm- ari hóf skyndilega máls. Hann hafði sérlega fimlegar hreyfingar og mörg litrík ör á andlitinu eftir einvígi stúdentsáranna. „Gott og vel, kæra heiðursfólk. Þetta lofar allt saman mjög góðu. En þó langar mig til að drepa á smáatriði. Mér finnst okkur vanta enn eitt, og það í raun og veru hápunktinn, toppinn á allt saman ... eitthvað sér- kennilegt og óvænt sem svo að segja kórónar fjörið og glaðværðina ... ég slæ þessu svona fram án þess að koma með ákveðnar uppástungur, en samkvæmt minni tilfinningu...“ „Þetta er í rauninni dagsanna,“ hljómaði tenórrödd herra Láutners frá arninum. „Witznagel hefur rétt fyrir sér. Eitthvert aðal- eða lokaatriði væri mjög æskilegt. Hugsum okkur um ...“ Hann horfði rannsakandi í kringum sig, um leið og hann lagaði með röskum handtökum rautt beltið um mitti sér. Andlitssvipur hans var reglulega geðþekkur. „Nú jæja,“ sagði herra Hildebrandt. „Ef menn vilja ekki líta á kynn- ingu frægra manna sem meginatriði...“ Allir tóku undir skoðun meðdómarans. Eitthvert sérstaklega spaugilegt númer væri æskilegt. Jafnvel málflutningsmaðurinn kinkaði kolli og sagði lágt: „Mikið rétt — eitthvað fram úr hófi fjörugt...“ Allir þögnuðu og kepptust við að hugsa. Að loknu þessu umræðuhléi sem stóð um eina mínútu og aðeins var rofið af einstaka upphrópunum, gerðist dálítið undarlegt. Amra sat í sóf- anum, skorðuð innan um sessurnar, og nagaði, áköf eins og mús, oddmjóar neglurnar á grönnum fingrum sér, en á andliti hennar var sérkennilega óræður svipur. Bros lék um varir hennar, fjarhuga, næstum aulalegt bros, sem jafnframt speglaði Ijúfsára, grimmdarfulla munúð. Björt augu hennar reikuðu hægt yfir að arninum, þar sem þau mættu og dvöldu andartak í augnaráði tónsnillingsins unga. Hún hallaði sér snögglega að manni sín- um án þess að hreyfa hendurnar úr skauti sér, starði með ástríðufullum ofsa í andlit hans og sagði langdreginni, hljómmikilli röddu: „Kristján, ég legg til að sýningin endi með því að þú komir fram sem söngmær í rauðum silkikjól og dansir fyrir okkur fjörugt lag.“ Ahrif þessara orða voru geysileg. Ungi málarinn var sá eini sem reyndi að hlæja góðlátlega, Hildebrandt lagaði á sér skyrtuermarnar jökulkaldur á svip, stúdentarnir hóstuðu og snýttu sér ósæmilega hátt, frú Hildebrandt blóðroðnaði aldrei þessu vant og Witznagel meðdómari tók blátt áfram á rás til að ná sér í meira af smurðu brauði. Málflutningsmaðurinn klúkti 290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.