Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 148
Tímarit Máls og menningar
fengin til að gera heildarúttekt um
framkvæmdir af því tagi innan ramma
framkvæmdaáformanna“ (bls. 11). Sak-
ir þess að nauðsyn meira hreinlætis var
tilefni áætlunargerðarinnar og þunga-
miðja hennar, varð annar háttur vart á
hafður. Mat fjárfestingar í öðrum
flokknum fór þannig fram: „Áform um
kaup véla og tækja voru að jafnaði tek-
in góð og gild, nema um hluta af stærri
heild væri að ræða, enda er lánsfjár-
mögnun í þessu skyni stutt og óhag-
kvæm.“ Þar eð slík kaup fara aðallega
eftir vinnsluskilyrðum og rekstraraf-
komu viðkomandi frystihúsa mun vart
hafa verið um aðra leið að ræða, að
minnsta kosti á þessu stigi. Hins vegar
var fjárfesting í þriðja flokknum metin
þannig: „Vandaðast mat var lagt á
áform um nýbyggingu, endurbyggingu
og stækkun frystihúsa. Stundum var
upphaflegt tilefni þeirra áforma það, að
hlutaðeigandi frystihús töldust í of lé-
legu ástandi og endurbótaþörf of gjör-
tæk, til þess að vert væri að endur-
byggja þau í óbreyttri mynd. Við þetta
bættist, að nauðsynleg stækkun og hag-
ræðing var auðveldari við nýbyggingu
frá grunni... Varð ... að leggja áherslu
á, að aukningaáform keyrðu ekki úr hófi
fram og þeim væri skipað í forgangs-
röð eftir gildi þeirra“ (bls. 11-12).
Áform um uppbyggingu voru með öðr-
um orðum miðuð við rekstrarskilyrði
frystihúsa og almenn sjónarmið, sem
hvergi er skýlaust kveðið á um. Þó segir
í greinargerðinni: „Auk þessa almenna
matsgrundvallar aukinnar afkastagetu,
var stuðst við hvers konar athuganir og
gagnrýni, sem sérstakt tilefni var til,
einkum að því er tók til fjárhagslegrar
stöðu, rekstrarafkomu, eigin fjárfram-
lags og væntanlegrar byrði lánagreiðslna
á rekstrinum. Ennfremur voru gerðar til-
raunir til að efla samstöðu frystihúsa á
sumum útgerðarstöðum og veita aðhald
að fjölgun þeirra" (bls. 13).
Áætlunin nær til 96 frystihúsa, en
Fiskveiðasjóður hefur lánað fé til þeirra
allra. Samanlögð fjárfesting í þeim
1973-1976 er talin munu nema 5.085,4
milljónum króna. Þá er fjárfesting
1971, 1972 og 1973 talin á verðlagi
þeirra ára, en væntanleg fjárfesting
1974, 1975 og 1976 á^verðlagi fyrri
hluta árs 1974. „Reiknað er með, að
fjármögnun framkvæmdanna verði
þannig, ... að Fiskveiðasjóður láni
2.031,2 m. kr. eða 39,9% og véla- og
tækjalán verði 850,9 m. kr. eða 16,7%
af framkvæmdafjárhæðinni. Aukaleg
lánsfjárþörf er talin vera 487,1 m. kr.
eða 9,6% og eigin og óskilgreind fjár-
mögnun 1.716,2 m. kr. eða 33,7%“
(bls. 48).
Afköst frystihúsa eru metin að þeim
hætti, að fiskvinnslunni er skipt í þrjú
eða fjögur stig, en afkastageta þeirra
síðan talin vera takmörkuð af því stigi,
sem á eru lægst afköst. Vinnslustigin
eru sögð vera þessi: Flökun, borðvinna
(þ. e. vigtun, pökkun og snyrting), fryst-
ing, og síðan flutningur að og uppsetn-
ing í geymslurými. Tillit verður jafnan
að taka til, að afköst fara mjög eftir
stærð unnins fisks og tilhögun kaup-
greiðslna. „Afköst í borðavinnu eru tal-
in þrisvar sinnum meiri, þegar þorskur
5 kg eða stærri er verkaður í blokk,
heldur en þegar þorskur 1,5 kg eða
minni er verkaður í flakaumbúðir (5
lbs)“ (bls. 49). Og í ákvæðisvinnu „eru
afköst t. d. handflökunar talin 40%
meiri en í tímavinnu“ (bls. 50). Þá er
miðað „við 10 klst. vinnudag eða 9
klst. nettó virkan tíma og hráefni slægt
með haus“ og 21,7 vinnudaga á mán-
uði og „algengustu stærð þorsks á hverj-
386