Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar
frá guði og prestinum. Það sem okkur vantaði voru sólböð í þessu sólar-
lausa landi, Ijósböð í rafmagnsleysinu, vatnsböð í kulda þessa auma húss.
Það er haldið að forfeður vorir hafi ætíð gengið þvegnir til matar og
meðal húsanna á bæjum þeirra hafi verið eitt sem hét baðstofa. En nú
var komin önnur öld, og jafnvel salernið var horfið. Það komst nú samt
upp von bráðar, en var sett niður á býsna óhentugum stað, utar öllum
stéttum, falið eins og mannsmorð, miðlungi vel hirt. Það kostaði oft að
vaða í fætur að fara þangað.
Aldrei hefur penpíuhátturinn lengra gengið en á þessum árum nýgengn-
um undan Viktoríu Englandsdrottningu. Það gekk mannsmorði næst að
láta sjást í fót, tunga mátti ekki sjást og varla tennur. Kvenfólkið átti að
vera svo uppnumið af helgifínheitum, að gekk útþurrkun næst. Astin átti
að vera yfirburða skír, og ekkert mátti gera af sér, enda held ég enginn
hafi gert neitt af sér. Að minnsta kosti var ekkert gert af sér í skáldsög-
unum, nema gifzt í sögulok.
Þegar kvenfólkið, upplært í þessu, kom til okkar með rjóða vanga af
göngu eða reið úti í gustinum, og fékk graut og stóru skeiðarnar djúpu
til að borða með, þá ætlaði að fara illa. Því skeiðin gekk ekki inn í kirsi-
berjamunninn hálflokaðan og grauturinn ekki heldur. Allar konur gengu
þá í síðum pilsum, en stutt pils höfðu aldrei verið í tízku um allar aldir
áður, og klæðnaðurinn var úr fínu efni fjarskalega óhentugur í íslenzkum
veðraham og í þessu landi þar sem ekki voru til vegir eða stéttir og ekki
farartæki nema hestar. Fótabúnaðurinn var ekki góður, svört stígvél reim-
uð upp um leggina, en ekki nema til spari, kirkjuferða og slíks, en sokkar
prjónaðir úr íslenzkri ull og hellulitaðir svartir, annars mórauðir eða gráir.
Þegar þeir slitnuðu var prjónað neðan við í allt öðrum lit, neðanprjón-
ingar gátu orðið marghöttóttir með tímanum. Síðu pilsin gátu orðið skörn-
ug að neðan og blettótt uppum. Eg minnist þess ekki að þau væru þvegin,
aðeins burstuð. Þau voru ætíð svört og unnin úr íslenzkri ull heima, ofin
í vefstólnum stóra (eða afdönkuð klæðispils, fyrrverandi kirkjuferðapils).
Við þessi pils var höfð svokölluð dagtreyja úr sirsi, ætíð blámynstruð,
stundum slitin og karbætt. Utanyfir var höfð þríhyrna prjónuð. Islenzku
skórnir voru oft illa gerðir, þeir skorpnuðu í þurrki og óðust út í vætu
og slitnaði fljótt á þá gat. Þá voru þeir bættir og urðu við það hálfu verri
en áður, héldu hvorki vætu né aur.
Inn í þessi gömlu fátæktar- og óþrifnaðarvandræði komu svo fínheitin
utan úr heimi og samrýmdust enganveginn, en urðu þó að vera. Því tízkan
272