Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar
Almennir kjósendafundir í Reykjavík
Fundir þeir, sem boðað var til í Goodtemplarhúsinu, skyldu vera al-
mennir kjósendafundir, eins og áður er frá skýrt. En stjórnarflokkurinn
mun ekki hafa treyst sjer til að sækja fundi þessa og gaf þess vegna út
yfirlýsingu til kjósenda í Reykjavík, eins og áður var sagt, og kváðust
þingmennirnir í yfirlýsingunni hafa ákveðið að halda almennan kjósenda-
fund undir berum himni, ef þess yrði óskað. En síðar munu þeir og flokks-
menn þeirra hafa sjeð sig um hönd, því á sunnudaginn þann 6. febrúar
sendu þeir út fundarboð, undirskrifað af 51 kjósanda, þar sem þeir boðuðu
til funda í Iðnaðarmannahúsinu þ. 6., 7. og 8. febrúar á sama tíma og í
sömu kjósendadeildum, sem fundarboð heimastjórnarmanna og miðflokks-
manna höfðu áður boðað til funda á. Var þetta tiltæki stjórnarliða auð-
sjáanlega sprottið af hræðslu við fundarhöld heimastjórnarmanna og mælt-
ist illa fyrir hjá öllum skynsömum og óvilhöllum kjósendum. Skýrslu um
fundi þessa má lesa í Isafold og Fjallkonunni, en skýrsla þessara blaða er
mjög svo óáreiðanleg og atkvæðatöluna er ekkert að marka, þar sem það
er alveg áreiðanlegt, að mjög margir sömu mennirnir sóttu alla fundina
og talning atkvæða fór mjög í handaskolum og auk þess voru þar staddir
margir menn sem ekki höfðu kosningarrjett, og enda menn úr öðrum
kjördæmum. Loks leikur orð á því, að fundarstjóri hafi aldrei undirskrifað
fundarskýrsluna. Til samanburðar við fundarskýrslu stjórnarblaðanna má
vísa til fundarskýrslu Þorsteins ritstjóra Gíslasonar, sem var fregnritari
heimastjórnarmanna á öllum fundum stjórnarmanna. Auk þess voru þar
á hverjum fundi 2-3 heimastjórnarmenn, sem skrifuðu upp eptir undirlagi
Þorleifs H. Bjarnason nöfn þeirra manna, sem ekki voru kjósendur eða
sóttu fundi þessa aptur og aptur til þess að drýgja atkvæði stjórnarliða. Af
þessu er ókleift að ákveða með nokkurri vissu, hve mörg lögmæt kjósenda-
atkvæði stjórnarliðar hafi að öllu samantöldu haft á fundum sínum, en
vart munu þau samt hafa farið fram úr 600-7001 kjósenda.
A fundum heimastjórnarmanna var þess aptur vandlega gætt, að engir
nema kjósendur sæktu fundina og hver kjósandi að eins þann fund, er
haldinn var í þeirri kjördeild, þar sem heimilisfang hans var. Skýrslan í
Lögrjettu þann 10. febrúar er og í alla staði rjett og voru fundargerð-
irnar allar undirskrifaðar af fundarstjórunum og teknar upp í blaðið án
1 ómöguleg tala (LHB).
324