Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 57
Káta Lovísa sig að sviðinu. Herra Láutner og Amra léku nokkra ómerkilega inngangs- takta, tjaldið lyftist og Káta-Lovísa kom inn. Undrunar- og skelfingarkliður fór um veislusalinn þegar þetta fárán- lega uppdubbaða hrúgald dansaði þunglamalegum bjarnarskrefum inn á sviðið. Þetta var málflutningsmaðurinn. Víður, fellingalaus kjóll úr blóð- rauðu silki huldi klunnalegan búk hans og náði niður á tær, en að ofan var hálsmálið flegið, svo að hvítdyftur, óhrjálegur svírinn kom í ljós. Stutt- ar belgermar náðu skammt niður frá öxlunum, en ljósgulir hanskar huldu hluta af vöðvalausum örmunum. A höfðinu var komið fyrir glóbjartri, lokkaprúðri hárkollu og upp úr henni stóð græn fjöður sem vaggaðist til og frá. En undan þessu parruki gægðist hvapmikið, raunalegt andlit með örvæntingarfullu uppgerðarbrosi á vör. Kinnarnar hristust aumkunarlega upp og niður við hvert spor, rauðhvörmótt augun störðu í blindni niður á gólffjalirnar. Þarna reyndi þessi stóri hlunkur að hlamma sér til hægri og vinstri á víxl og greip ýmist í kjólinn eða sveiflaði vísifingrunum út í loftið — hann kunni engar aðrar hreyfingar, og með þrúgandi hálfkæfðri röddu söng hann við undirleik píanósins bjánalegan brag. Hafði andrúmsloft þjáningarinnar nokkurn tíma verið jafn nöturlegt kringum þennan píslarvott? Hlaut ekki öll gleði að blikna andspænis slíkri sýn? ... Sami hryllingurinn fyllti augu allra þeirra sem þarna gláptu eins og bergnumdir og virtu fyrir sér hjúin við píanóið og eiginmanninn tví- stígandi á sviðinu... Þessi hneykslanlega sýning stóð um það bil fimm mínúmr. Þá gerðist atvik sem enginn viðstaddra mun að líkindum gleyma. En setjum okkur fyrst fyrir sjónir hvað þarna fór eiginlega fram. Menn kannast sjálfsagt við hlægilegan brag sem nefndur er „Káta- Lovísa“, og minnast án efa stefsins sem þannig hljóðar: Eg er ósköp upp á heiminn, þó ástalífið gangi tregt: lítil stúlka, Ijúf og dreymin, - lagsmenn fleiri en einn hef þekkt. Þessi ófagra og kersknisfulla vísa myndar viðlag við þrjú alllöng erindi, og á þessum kveðskap hafði Alfreð Láutner byggt meistaraverk sitt. A sinn gamalkunna hátt hafði hann blandað hér saman lágkúrulegri fyndni og gáska ásamt íkembingi af æðra tagi. Lagið sem rann fram í Cis-dúr 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.