Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 71
Vatidinn að þýða Ijóð
í Arabíu og Afríku, eftir að hafa flakkað nokkur ár um Evrópu, og hann
afneitaði bernskusyndum sínum, skáldskapnum. En hann hafði þó ekki
verið svo forsjáll að koma í veg fyrir að þessar bernskusyndir yrðu Iýðum
Ijósar, því vel var honum kunnugt um að mörg handrita hans voru í ann-
arra manna fórum, bæði frumrit hans sjálfs og eftirrit annarra manna.
Eitt af þessum handritum var handritið að Les llluminations.
I heildarútgáfu af verkum Rimbauds (La Pleiade-útgáfan 1963) segir,
að Verlaine hafi fyrst nefnt þetta Ijóðasafn í bréfi 1878, eða þegar þrjú
ár voru liðin frá því hann og Rimbaud hittust í síðasta sinn og hjónaband
Verlaines löngu farið út um þúfur. Handritið getur hafa orðið eftir hjá
konu hans, því samkvæmt bréfi Verlaines hefur hann fengið það hjá hálf-
bróður hennar, tónlistarmanni að nafni Sivry. Olíklegt þykir að Rimbaud
hafi sjálfur fengið Sivry handritið í hendur. Hann á að hafa sagt einhvern-
tíma við starfsbræður sína í Afríku eða Arabíu, að fyrr á árum hefði
hann kynnst skáldum og listamönnum í París, og fengið nóg af þeim
fuglum, en bætt því við að hann hefði þó engum tónlistarmönnum kynnst.
Það er sem sé allt á huldu um feril þessa handrits og sömuleiðis hvenær
Ijóðin voru ort.
Þetta er kannski það sem hefur gert Rimbaud og verk hans svo heill-
andi fyrir bókmenntafræðinga og aðra. Menn deila endalaust um hann,
hvenær hann orti prósaljóðin sem að framan greinir, hvenær hann hætti
raunverulega að yrkja, hvort hann hafi kannski í rauninni aldrei hætt
nema af getuleysi, eða hversvegna hann hafi hætt og afneitað verkum sín-
um, dó hann guðsafneitari eins og hann var í verkum sínum á gelgjuskeið-
inu eða var hann orðinn trúaður og dó góður katólikki, un bon catholique,
eins og Isabella systir hans fullyrti, þótt enginn stafur í bréfum hans bendi
í þá átt, en hún var ein við banabeð hans ásamt katólskum presti árið
1891. Við höfum okkar fornsögur sem alltaf eru jafn heillandi og dular-
fullar: hver skrifaði Egils sögu, hver er höfundur Njálu? Frakkar hafa
sinn Arthur Rimbaud og verk hans.
Samkvæmt framanskráðu er ekki vitað hvenær Rimbaud orti Upþljóm-
anir, en fróðir menn telja að það hafi verið á árunum 1872-1873. þ. e. á
þeim tíma sem þeir voru að flækjast saman, hann og Verlaine. Akveðin
Ijóð í safninu eru talin lýsa að einhverju leyti reynslu skáldsins af svallinu
og ástasambandinu með Verlaine, en í einu ljóðinu þar er Verlaine, segja
menn, orðinn að djöfullegum doktor, le docteur satanique. I Une saison en
enfer er Verlaine þó mun greinilegar til staðar. Þar virðist hann jafnvel
309