Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 91
Ráðherradagar Björns Jónssonar fundur yrði haldinn í kaupstaðnum það allra fyrsta og sagðist mundu skora á síra Sigurð á sýslufundi að gangast fyrir fundarhaldi, en ef síra Sigurður vildi leiða það mál hjá sér, mundi hann sjálfur og útgefendur Vestra róa að því öllum árum, að fundur yrði haldinn. Margir þar vestra væri að vísu orðnir fráhverfir stjórninni, en Björnsmenn, einkum Helgi Sveinsson og sýslumaðurinn Magnús Torfason, ögruðu mönnum með því, að Heimastjórnarflokkurinn og Hannes Hafstein mundi ná aptur völdun- um, ef Björn Jónsson yrði að fara frá, og þess vegna væru margir ófúsir að leggja nokkuð til málanna að svo komnu. Þá gat Hannes Hafstein þess enn fremur, að Eggert Eiríksson Briem hefði fyrir skemmstu, er sýslufundur Skagfirðinga var haldinn á Sauðár- krók, átt langt símasamtal við frænda sinn Olaf Briem og hefði Olafur lofað því að send brjef nú með Lauru, undirskrifað af honum og öðrum þingmanni Skagfirðinga, sem hann ætlaðist til, að allir þingmenn, sem fylgjandi væri aukaþingskröfu skrifuðu undir og skyldi það síðan sent ráðherra. Efni brjefsins, er Eggert og Hannes höfðu komið sjer saman um, væri fyrst og fremst að heimta að alþing yrði kvatt til setu sem fyrst að unnt væri, að það tæki til rannsóknar bankamálið og aðgerðir Björns Jónssonar ráðherra í bankamálinu. Olafur Briem leyfði að geta þess, að brjefið væri samið af sjer, en vildi þó ekki að það yrði haft í hámæli. Kom miðstjórnarmönnum saman um að stilla svo til, að miðstjórnar yrði sem minnst getið í sambandi við mál þetta, en láta þingmenn sjálfstæðis- manna og forseta efri deildar hafa mestan veg og vanda af því; svo yrði og forseti, ef Björn ráðherra vildi ekki sinna brjefinu, að annast um að senda konungi það í umboði þingmanna. Miðstjórnarmönnum kom og saman um að beita Eggert Eiríkssyni sem mest fyrir sig bæði gagnvart Olafi Briem og Skúla Thoroddsen, með því að hann væri þeim allhand- genginn. Hannes kvað Eggert hafa fullyrt, að Theodóra kona Skúla væri mjög fylgjandi aukaþingi, en Skúli væri því heldur mótfallinn að svo stöddu, en á hinn bóginn væri hann fús til að skora á ráðherra með öðrum þingmönnum að kveðja þingið til setu mánuði fyr en það ætti að koma saman að rjettu lægi; en miðstjórnarmönnum sýndist að á því mundu þó vera nokkur vandkvæði, og enda lítt gjörlegt sakir fjárlaganna og annars undirbúnings undir þingið. Þá var dáltið tilrætt um franska bankann og afskipti hinnar núverandi stjórnar af því máli. Sagðist Hannesi Hafstein og Þorsteini Gíslasyni svo frá, að Birni ráðherra væri það mikið áhugamál, að bankastofnun þessi 329
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.