Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 139
— né helclur hiturleiki. Skáldverk þín
verða sífellt mannlegri og hlýlegri.
Hvernig viltu skýra það?
Sjáðu til, ég kem frá landi sem er
mjög pólitískt. Baráttumenn eiga fjöld-
ann að bakhjarli. Bókstaflega allir rit-
höfundar Chile eru vinstrisinnar, það
eru svo til engar undantekningar. Okk-
ur finnst þjóðin skilja okkur og styðja.
Það veitir okkur mikla öryggiskennd, og
fjöldi stuðningsmanna okkar er mjög
mikill. Þú sérð að kosningar í Chile
vinnast á örfáum atkvæðum. Sem skáld
erum við raunverulega í tengslum við
fólkið, — sem er mjög sjaldgæft. Ég.
hef lesið upp ljóð mín allsstaðar í landi
mínu — hverju þorpi, hverjum bæ —
árum saman, og ég tel það skyldu mína.
Það er þreytandi, en þaðan hafa að
nokkru leyti komið afskipti mín af póli-
tík. Ég hef séð eymd lands míns svo
vel. Fátæktina sé ég — ég kemst ekki
hjá því.
— Það er fyrst á undanförnum árum
að Bandaríkjamenn hafa farið að gera
sér Ijóst hvað suður-ameriskar bók-
menntir eru. Menn þekkja enn mjög
lítið til þeirra.
Ég held að hér sé þýðingavandamál-
ið á ferðinni. Það þyrfti að þýða fleiri
norður-ameríska höfunda á spænsku og
fleiri suður-amerísk skáldverk á ensku.
Stjórnarnefnd PEN klúbbsins í Chile
hefur sýnt mér bókalista sem hún hefur
sett saman. A honum eru eitt hundrað
grundvallarrit suður-amerískra bók-
mennta, sem þjóð Norður-Ameríku gæti
þá lesið. Nefndin hyggst leita þessari
áætlun stuðnings og bera hana upp sem
ályktun á þingi PEN klúbbsins. Þetta
er góð hugmynd. Ekki veit ég hvort
PEN klúbburinn getur staðið að áætlun-
Lambið og furuköngullinn
inni, en einhver ætti að styðja hana. I
heild er þýðingarvandamálið mjög al-
varlegt. Hugsaðu þér — bækur Vallejos
hafa aldrei verið gefnar út í Bandaríkj-
unum. Einungis þessi tuttugu ljóð hjá
útgáfufélagi þínu.
— Eg veit að þú hefur komist á þá
skoðun að meðal óvina mannkyns séu
guðir. Mig rninnir að þú segðir þér fyrst
hafa fundist þetta í Rangoon. En spretta
guðirnir ekki upp úr dulvitund manna
alveg eins og Ijóð? I hvaða merkingu
eru þeir þá óvinir?
I upphafi hjálpa guðir eins og ljóð.
Maðurinn býr til guði sem hjálpa mönn-
um. En eftir á yfirbuga menn guði —
og þá er glötunin vís.
— Eg hef góða spurningu handa þér.
Heldurðu að þú hafir lifað einhvern
tíma áður?
Ég veit ekki ... ég held ekki að ég
reyni að spyrjast fyrir um það!
— Tolstoj sagði að ný vitund vceri að
ryðja sér til rúms hjá mannkyni, líkt og
nýtt liffísri, og að ríkisstjórnir hefðu
skipað sjálfar sig til að stöðva vöxt þess-
arar nýju vitundar. Heldurðu að þetta sé
rétt?
Yfirleitt, sjáðu til, hafa ríkisstjórnir
aldrei skilið anda rithöfunda og skálda
— hvergi nokkurs staðar í heimi. Þetta
er útbreiddur kvilli og við ætlum að
lækna hann. Hvernig? Með því að yrkja
og skrifa. Þið skáldin eruð að gera eitt-
hvað stórfenglegt í Bandarikjunum, það
hef ég séð af fyrirlestrum ykkar. Þið
eruð að vekja eitthvað nýtt úr því að
þið eruð að verja þennan anda sem þú
ert að tala um.
— César Vallejo fór út í mjög mann-
377