Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 133
„Aldrei hann fyrir aftan kýr"
frásögn Sturlungu af draumum Jóreiðar
í Miðjumdal. Tekið skal fram, að álfar
og vatnabúar munu þær eilífðarverur
íslenzkar, sem samsvara bezt neðan-
jarðarbúum í norskri þjóðtrú.44)
Af þeim íslenzkum þjóðsögum, sem
nefndar voru í upphafi þessarar greinar,
er ljóst, að draugar og púkar áttu það
til skv. íslenzkri þjóðtrú að binda saman
kýr á hölum, og af norskum þjóðsög-
um15) má ráða, að huldufólk og búálfar
þar settu stundum allt á annan endann
í fjósinu, ef þeim líkaði ekki við ein-
hvern á bænum. Með þetta í huga virð-
ist það nærtæk skýring á athæfi Gísla í
Sæbólsfjósi, að hann hafi með því verið
að reyna að leiða grun Sæbólsmanna að
yfirnáttúrlegum verum, mönnum, sem
dáið höfðu voveiflegum dauðdaga, eða
álfum, en þessar verur, álfar og aftur-
göngur, voru þá og lengi síðan full-
kominn veruleiki í hugum íslendinga.
Minnt skal á, að Gísli var sérkennilega
búinn á næturför þessari. Tekið er fram,
að hann hafi verið klæddur blárri kápu
yfir skyrtu og línbrókum, en blá föt
voru í þjóðtrú síðari alda eins konar
þjóðbúningur álfa, svo sem ráða má af
Ævintýri Skónálar-Bjarna og Sýn smala-
stúlkunnar (Kom ég upp í Kvíslar-
skarð)10. Oþarft virðist að taka fram,
hver litur var á kápu Gísla, ef slíku
hefur ekki verið ætlaður einhver til-
gangur. Þó virðist jafnvel enn líklegra,
að Gísli hafi verið að leiða grun að aft-
urgöngum, jafnvel leikið afmrgöngu Vé-
steins, fóstbróður síns, og liggja til þess
þau rök, sem nú skulu greind: Gísli
skilur enga slóð eftir sig, en það atriði
á jafnframt aðra skýringu, hann er
klæddur blárri kápu og línbuxum, en
skömmu áður í sögunni er Vésteinn
sagður hafa klæðzt blárri kápu,17) vígið
er framið á þeim árstíma, er draugar
og álfar vom á ferli og látnir menn
vitjuðu fyrri heimkynna skv. þjóðtrú
víða um Evrópu, og kann þessu líka að
hafa verið trúað hér, hann grípur kaldri
hendi í brjóst systur sinni, en hin kalda
hönd, draugshöndin, er algengt minni
í þjóðsögum, og nægir að benda á sögur
á borð við Draugurinn og peningakist-
illinn, Einn af oss, Sjón Indriða revisors
og Annt um legginn sinn.18) Minni
þetta er fornt svo sem sjá má af 44.
vísu í Helgakviðu Hundingsbana19) II,
en þar eru hendur Helga sagðar hafa
verið úrsvalar, þegar Sigrún heimsótti
hann í hauginn. Vakin skal athygli á,
að Gísli hafði búið á Sæbóli, og má lík-
legt telja, að Vésteinn hafi dvalið þar
hjá honum, sbr. hið fræga tilsvar hans:
„Nú faila vötn öll til Dýrafjarðar." Vé-
steinn virðist fæddur og uppalinn í Arn-
arfirði.20) Ennfremur er ekki útilokað,
að Vésteinn hafi verið lagður í hauginn
í bláu kápunni og línklæðum, en lítið
sem ekkert er nú vitað um umbúnað
líka utan gerð grafarinnar (haugsins eða
kumlsins). í Egils sögu21) er Egill þó
sagður hafa verið færður í góð klæði,
áður en hann var lagður í haug.
Oskereia fór um land um jólaleytið,
en Þorgrímur er veginn um veturnætur
og Helgi Asbjarnarson að sögn Drop-
laugarsona sögu að því er virðist síðari
hluta maímánaðar. Þorgrímur hafði ætl-
að að hafa haustboð og blóta Frey.
Þiðrandi22) var drepinn af fylgjum ætt-
ar sinnar nóttina áður en halda átti vet-
urnóttaboð. Sighvati skáldi Þórðar-
syni23) var úthýst á Gautlandsferð sinni
á öndverðum vetri, vegna þess að menn
höfðu álfablót. Allt þetta bendir til, að
forfeður vorir hafi talið, að vættir væru
mjög á ferðinni um veturnætur, en allra-
heilagramessa er einmitt um það leyti
(1. nóv.).
371